þriðjudagur, desember 13, 2005

Leigumorðingi óskast.. Þjófarnir væntanlegir aftur..

Komst að því í nótt að helvítis fíflin hafa tekið varalykilinn af bílnum okkar og eru því væntanlegir að sækja hann. Talaði við lögguna sem sagði þetta mjög algengt, þeir myndu pottþétt koma eftir bílnum.. Klukkan 3 í nótt fór því Viktor greyið og lagði bílnum langt í burtu frá húsinu okkar og gekk tilbaka. Ég fór svo með bílinn í Toyota í dag og það er verið að skipta um kóða og skrár.. Kostar ekki nema rúmar 30 þús.. Ég hringdi nú í tryggingarnar á undan og spurði hvort að þeir vildu ekki frekar borga þetta en allan bílinn.. Þeir gera það auðvitað þar sem þetta er nýr og dýr bíll.. Þannig að það er nú alltaf eitthvað.. Það er bara verst að vita að því að þeir muni koma aftur.. Því óska ég eftir leigumorðingja sem er tilbúinn til að vakta húsið mitt og plaffa þá í hausinn þegar þeir mæta á svæðið.. Og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þetta eru auðvitað nýbúar.. Þeir brutust inn í íþróttaháskólann á laugardaginn (rændu 3 herbergi) og sást til þeirra.. Einhverjir tveir strákar hlupu á eftir þeim en náðu þeim ekki.. En þeir sáu allavega að þetta voru nýbúar.. SURPRICE.. Það er allavega mjög líklegt að þetta hafa verið sömu gæjarnir allavega báru þeir sig nákvæmlega eins að..

Julefrokostinn á laugardaginn tókst bara rosa vel og allir voða kátir með þetta.. Þegar Viktor var að leggja á borð komumst við að því að rándýra hnífaparasettið okkar var horfið.. Við eigum nú örugglega eftir að finna eitthvað meira..

Molinn er auðvitað bara algjört æði.. Svo æðislegt að hafa hann hérna..

Ég er svo auðvitað bara búin að vera á fullu að kaupa jólagjafir upp á nýtt.. Meiriháttar stuð..

Jæja farin að spila við systkini mín..

Later
Hrabba

Comments:
Er daddi nokkuð byrjaður í jólabrugginu:)... nei bara tjekka...



Kveðja úr Grossó
Einar
 
Einar minn Daddi er búinn að klára jólabruggið..
 
Þú átt alla mína samúð Hrabba mín. Ógeð.. helv... pakk þessir þjófar. KVEÐJA Ingibjörg
 
Bølvadir aumingjar!!!!

Thad er thó nokk víst.. ad ég mun aldrei framar gista hjá tér Hrabba mín...

Tid mædgur komid bara heim til mín thegar Vikki likki er á klakanum..

;o)

Matthildur
 
Forstjórinn hafði nú orð á þessu við Foringjan og hann sagði nei það kemur engin hingað. Æi ég er ekki sáttur ég er bara ekki nó og góður í dönsku til að klára þetta mál....
 
Hrabba þú ert nýbúi í danmörku!!! En´hvort sem þetta eru nýbúar eða ekki þá eru þetta aumingjar!
 
Eigum við ekki bara að senda menn? Ég þekki mann sem þekkir mann sem þekkir mann. Láttu mig bara vita og málið er dautt!
Hilsen,
Guðný Helga
 
Hvaða gáfnaljós heldur því fram að ég sé nýbúi.. Við erum ekki meðhöndluð hérna í kerfinu eins og nýbúar.. Og það myndi engin Dani túlka Íslendinga sem nýbúa.. Þú hlýtur að vita hvað við köllum nýbúa heima á Íslandi..
Guðný mín þakka gott tilboð.. Efast ekki um að þú gætir klárað þetta mál.. hehehe
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?