miðvikudagur, desember 21, 2005

Mætt á klakann..

Og það í fullu fjöri.. Er með tölvuna með mér þannig að það verður lítið fyrir bófana að sækja heima í Århus.. Ég lét líka setja upp sjálfvirka hríðskotabyssur fyrir ofan gluggana þannig að það koma allavega ekki mikið fleiri en eitt holl heim til mín yfir jólin.. Þeim verður svo bara fleygt með jólatrjánnum eftir jól.. Þjófavörnin á vonandi eftir að gera sitt..

Það er bara voða lítið að gera hérna heima.. Erum bara að hugga okkar út um allan bæ.. Höfum það rosa fínt.. Það er ekki mikið stress á okkur enda myndi það bara þýða veikindaleyfi þegar meður kæmi heim.. Maður verður nú að passa sig..

Svo vil ég tilkynna ættingjum og vinum að við munum ekki senda nein jólakort í ár.. Í staðin ætlar Viktor að skrifa jólabréf sem ég mun birta hér á síðunni.. Ég er svo hrifin af svona jólabréfum, fannst svo gaman að lesa þau í fyrra.. Eigum líka engar nýjar myndir af Dísinni þar sem þjófarnir stálu þeim með tölvunni og myndavélin okkar var í Köben þangað til 19.des.. Nenni hreinlega ekki að vera að stressa mig yfir þessum blessuðu jólakortum en lofa að sjálfsögðu skemmtilegu jólabréfi í staðin..

Farin að borða plokkfisk..
Later
Hrabba

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?