fimmtudagur, desember 15, 2005

Rúmenía og Holland að gera góða hluti á HM..

Ekkert smá gaman að fylgjast með þessum liðum á HM. Rúmenía búnar að vinna alla leikina sína og mjög sannfærandi.. Voru að vinna Danina rétt áðan með 4 mörkum.. Ótrúlegt að við höfum verið að vinna þetta lið fyrir 2 mánuðum síðan.. Holland sem við erum búnar að spila við 4 sinnum á þessu ári og alltaf tapað með 3-4 mörkum eftir jafna leiki munu spila um 5 sætið á mótinu sem er þeirra besti árangur á stórmóti frá upphafi.. Þær gerðu m.a. jafntefli við evrópumeistara Norðmanna.. Já það er alls ekki svo langt upp á toppinn fyrir okkur stelpurnar.. Bara ef fleiri hefðu trú á þessu....

Áfram Ísland..
Hrabba

Comments:
Nú þurfa bara fleirri að skilja þá staðreynd að íSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ er að að ná áður óþekktum árangri sem þarf að fylgja eftir. Við klárum okkar í playoffs og landin öðlast skilning á stelpunum okkar. Þú verður að hafa samband við mig þegar þú kemur heim.

Kallinn.
 
Það á bara að leggja þennan KELLINGARBOLTA niður. Peningasóun.
Maður er alltaf að heyra af þessum rándýru hótelum sem þið gistið á.
Meiri pening fyrir strákana, minni pening í verslunarferðir íslenska kvennalandsliðsins.

Gunni Gæ
 
Dagný mín ég ætla rétt að vona að hann sé blár í framan núna..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?