miðvikudagur, janúar 04, 2006

Framhald..

Já ég flaug sem sagt heim að kvöldi 30.des og þar sem ég náði ekki seinustu vél heim þurfti ég að gista eina nótt í Köben en það var nú í lagi þar sem Helga og Andri biðu mín en þau voru nýkomin frá Kanarí.. Þau voru með íbúð í láni og vorum við þar langt fram á nótt að spila vitleysing.. Alltaf svo mikið fjör að taka í spilin, verst að Hrabban er hætt að vera heppin í spilum.. Það vonandi kemur aftur..

Ég var svo komin heim milli 16-17 á gamlárs og rétt náði í baðið fyrir matinn.. Vorum hjá tengdó í mat og fengum dýrindis mat, humar í forrétt og innbakaðar nautalundir í aðalrétt.. Nammi namm..... Við fórum svo til Lóu frænku til að skjóta upp en þar var öll familian mín og stóð Gunnar fyrir rosa flugeldasýningu enda ekki við öðru að búast.. Hann hlýtur að fara að búa þetta til strákurinn, þvílíkur er áhuginn.. Viktor tók þessa líka skynsömu ákvörðun og fór að vinna kl.02 (sem þýðir peningur fyrir mig).. Ég endaði á að fara með Daða í partý til Kidda Bje þar sem ég hitti marga skemmtilega gettókrakka.. Alltaf gaman að koma í gettóið.. Það var reyndar mjög fyndið þegar við mættum en Daði labbaði inn á undan mér og sagðist vera með gest.. Nú.... heyrðist úr stofunni.. tókstu kærustuna með??? Nei sagði Daði.... GÖMLU........ Það var sem sagt ég.. Mjög gaman að labba svo inn á eftir honum með forsetavinkið....

En þetta var hið fínasta gamlárskvöld.. Og þess má líka geta að Viktoría fór á kostum.. Ég hafði sagt við hana að hún mætti vaka eins lengi og hún vildi og viti menn..... Mín fór ekki að sofa fyrr en kl.06 um morgunin en mín skrapp í klukkutíma bað með frænda sínum kl.04.30.. Snillingur...

Martröð þessarar ferðar var án efa heimferðin en þegar við mættum út á Leifstöð var tékk inn röðin lengst út úr flugstöðinni.. Hef aldrei séð annað eins.. Tók ekki nema 75 mín að tékka okkur inn.. Viktor beið í 30 mín í röð til að komast inn í flugstöðina.. Ástæðan..... jú jú frábært skipulag icelandair sem voru búnir að troða 9 vélum á 45 mínútum.. Sem þýddi að það voru 1700 manns að koma að tékka sig inn á sama klukktímanum.. GAT EITTHVAÐ ANNAÐ GERST??? Stundum skilur maður svo vel Falling Down týpurnar..

Jæja farin í háttinn..
Hrabba

Comments:
Gleðilegt nýtt ár danska fjölskylda og takk fyrir allt liðið:-). Vonumst til að hitta ykkur ÖLL sem fyrst!
Óskum frænku innilega til hamingju með 5 ára afmælið í dag; væri ekki leiðinlegt að mæta í Hröbbukökur í dag og gefa frænku smá knús í tilefni dagsins;-).
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?