mánudagur, janúar 02, 2006

Gleðilegt nýtt ár!!!!!!!!!!!!!!

Komin tími á nokkrar línur en kellan var ekki nettengd í Sviss.. Það var líka stíft prógramm allan tímann..

En vil allavega byrja á því að þakka fyrir öll fínu jólakortin sem ég fékk.. Alltaf svo gaman að opna kortin seint á aðfangadagskvöldi.. Fékk líka svo mikið af myndum með og það er alltaf skemmtilegast.. Ég verð mætt sterk til leiks á næsta ári í jólakortin..

Jólin eru búin að vera æðisleg og fékk ég rosa mikið af fínum pökkum.. Fékk miða á tónleika með Robbie Williams í Parken í Júlí (Rakel ertu ekki brjáluð?). Og hann skrifaði meira að segja undir á miðann og kvaðst hlakka mikið til að hitta mig í sumar.. Skil bara ekki alveg hvernig hann fór að því að skrifa á íslensku.. Kannski Viktor hafi hjálpað honum eitthvað.. Hver veit.. Ég verð allavega mætt spræk í Parken í sumar.. Þangað til verð ég bara í fullu fjöri í Buzzinum, þvílíkur snilldarleikur..

Sviss var nú bara að gera ágætis hluti.. Þetta hefði verið frábær ferð ef hún hefði ekki verið á þessum leiðinlega tíma.. Afrekaði margt í Sviss, fór m.a. á skauta og í kláf upp í 2500 m og þvílíkt útsýni sem beið okkar þar.. En hápunkturinn var án efa 12 km löng sleðaferð (gömlu trésleðarnir) niður Alpana.. Vorum keyrðar upp á topp þar sem var veitingastaður og þar borðuðum við þjóðarrétt Svisslendinga ostafondue.. Alltof mikið vínbragð af þessu.. Kúgast þegar ég hugsa um þennan mat.. En eftir mat var svo haldið niður fjallið í mínus 10 gráðum og það heila 12 km.. Þetta tók tæpa 2 tíma og var hrikalega gaman.. Til þess að gera þetta en skemmtilegra þá fórum við niður í myrkri, sáum mjög takmarkað og duttum auðvitað mjög oft þegar við brunuðum inn í einhverja skafla sem ekki var hægt að sjá..
Mæli allavega með þessu fyrir þá sem eru að þvælast í Sviss..

Verð að skrifa framhald seinna þar sem ég er dottinn í imbann..

Later
Hrabba

Comments:
Ertu ekki að grínast Hrabba......ojjj hvað ég öfunda þig. Ef þetta er ekki besta jólagjöfin þá veit ég ekki hvað. Viltu skila kveðju til Robbie frá mér þar sem ég mun ekki komast á tónleikana (helv...ands...djö...) vá hvað þú ert heppin.

kv Rakel Dögg (sem myndi meira en allt annað vilja fara á tónleikana með þér)
 
Bíddu vissirðu ekki að Robbie lærði íslensku þegar hann var hérna Fróni um árið. Elskan mín, næstum orðinn innfæddur -Róbert Vilhjálmsson.
 
Rakel mín við erum nú enn á biðlista, aldrei að vita hvað gerist. Það væri ekki amalegt að hafa FAN NR 1 með sér á tónleikunum..
Spáðu í það Ingibjörg mín að þetta hefur þá verið hann eftir allt saman sem skrifaði þetta.. Róbert rúlar.....
 
arg.... það er eins gott að ef þú færð miða á biðlistanum að þú leyfir okkur Rakel að kaupa þá af þér ojjjjjjjjjjj ég er að springa út öfund.
kveðja Johnný
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?