miðvikudagur, janúar 18, 2006
Hrabban að fara á kostum..
Það er stelpa að spila með mér sem kemur frá Lettlandi og er hún sú eina í liðinu sem fær engin laun.. Klúbburinn átti að finna vinnu handa henni en það hefur ekki enn tekist (reyndar 12 tíma á viku í skúringum sem fer upp í húsaleiguna hennar).. Ég í reddaði henni auðvitað vinnu hjá mér en hún er búin að vera í afleysingum í leikskólanum mínum síðan í sept (hún var hér líka í fyrra í tómu rugli).. Það er auðvitað búin að vera endalaus barátta að fá vinnuleyfi og kennitölu en eftir rúmlega ár fékk hún kennitöluna loksins núna í okt.. Það þýðir að þá á hún að geta reddað öllu sem klúbburinn ætlaði að gera fyrir hana.. Hún er aldrei búin að fá neitt skattkort vegna þess að hún fékk aldrei sjúkrasamlagaskirteini sem er nauðsynlegt að vera með.. Hún var samt búin að fá að vita að það var búið að senda það tvisvar sinnum til hennar en aldrei fékk hún það.. Greyið stelpan fékk næstum ekkert útborgað, allt tekið í skatta og við erum að tala um 4 mánuði.. Ég var farin að vorkenna henni svo mikið að ég ákvað nú bara að ganga í málið.. Haldiði að Hrabban hafi ekki reddað sjúkrasaml...... og skattkortinu á einum og hálfum tíma í gær.. Við erum að tala um að stelpugreyið hún var svo ánægð að ég get svarið það að ég náði ekki einu sinni að vera svona glöð þegar ég fékk Don Cano gallann minn þegar ég var 7 ára (og var nú kátt í höllinni þá)..
Við spiluðum svo áðan við Sindal og gerðum okkur lítið fyrir og unnum 56-26.. Held að það sé um markamet að ræða.. Sindal er í 6 sæti af 14 liðum þannig að það var ekki eins og við værum að spila við botnlið.. Þvílík snilld og var ég að spila einn minn besta leik.. 8 mörk og 12 stoðsendingar á 35 mín (þetta er svo flott statistik að hún verður að fylgja ;-) , það eru líka nokkrir farnir að sakna hennar).. En þá var öllum skipt útaf.. Alltaf gaman að spila svona leik þar sem allt gengur upp.. Staðan í hálfleik var 28-9.. Hvað ætli hafi verið sagt í hálfleik hjá hinum??
En jæja jæja Hrabban þarf víst að henda sér í bælið..
Later
Við spiluðum svo áðan við Sindal og gerðum okkur lítið fyrir og unnum 56-26.. Held að það sé um markamet að ræða.. Sindal er í 6 sæti af 14 liðum þannig að það var ekki eins og við værum að spila við botnlið.. Þvílík snilld og var ég að spila einn minn besta leik.. 8 mörk og 12 stoðsendingar á 35 mín (þetta er svo flott statistik að hún verður að fylgja ;-) , það eru líka nokkrir farnir að sakna hennar).. En þá var öllum skipt útaf.. Alltaf gaman að spila svona leik þar sem allt gengur upp.. Staðan í hálfleik var 28-9.. Hvað ætli hafi verið sagt í hálfleik hjá hinum??
En jæja jæja Hrabban þarf víst að henda sér í bælið..
Later
Comments:
<< Home
Til lukku með leikinn. Þú ert traustur vinur Hrabba mín það er ekki spurning.
Kv. Inga Fríða
Knús á Dísina
Kv. Inga Fríða
Knús á Dísina
Glæsilegt Hrabba mín :) Mikið er þessi stelpa heppin að njóta krafta þinna. Þið systurnar eru auðvitað bara stórkostlegar :)
Já ég kannast sko við klettinn minn!
Man eins og gerst hafi í gær þegar Matta fýlupoki fékk húsnæði, bíl, mat, barn og fjölskyldu á einu bretti hjá Hröbbu bjargvætti!
Þið eruð æði!
Matta
Man eins og gerst hafi í gær þegar Matta fýlupoki fékk húsnæði, bíl, mat, barn og fjölskyldu á einu bretti hjá Hröbbu bjargvætti!
Þið eruð æði!
Matta
Mér finnst þetta nú ekkert spes hjá þér Hrabba mín. Nei, bara djók - vildi bara vera öðruvísi en hinir. Þú ert frábær og mátt barasta eiga það skuldlaust!
Skrifa ummæli
<< Home