föstudagur, janúar 20, 2006

Landsins versti eiginmaður!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Heitir nýjasta prógrammið í sjónvarpinu.. Hvað næst???? Það eru 6 kandídatar sem keppa um þann mikla heiður að vera versti eiginmaður í Danmörku.. Ég er auðvitað heimsmeistari í að horfa á eitthvað svona kjánalegt og það var nú t.d einn þarna sem var látinn flokka niður það mikilvægasta í lífinu, það leit svona út: 1.Vinnan 2.Börnin 3.Kynlíf 4.Tónlist og svo loks nr 5 kom KONAN.. Og þetta versnar enn þegar ég segi ykkur hvað maðurinn vinnur við.. Jú jú hann er SKRALDEMAND (ruslakall fyrir þá sem eru mjög slappir í dönskunni).. Vá hvað ég væri sátt eiginkona.. Svo fór öfga mikið í taugarnar á henni að hann eldaði alltaf matinn í ruslagallanum, hehe.. Fyrr má nú aldeilis vera ástríðan á einu starfi, neita bara að fara úr "júníforminu".. Hinir gæjarnir voru nú lítið skárri.. Efast samt um að ég nenni að fylgjast eitthvað með þessu..

Svo er það blessaður snjórinn.. Allt í lamasessi í Danmörku vegna skafrennings eins og við köllum það heima á Íslandinu góða.. Búið að fresta endalausu flugi og lestarferðum.. Stórabeltisbrúin er búin að vera lokuð í einhverja klukkutíma og endalaus bílslys út um allt.. Það var frí í fullt af skólum út um allt land.. Þessir Danir eru auðvitað bara snillingar..
Ég og Viktoría ætluðum að fara til Tinnu og Dadda til Odense í kvöld en erum búnar að fresta því til morguns.. Ætluðum að taka lestina í kvöld og Viktor ætlaði svo að koma á morgun vegna vinnu.. Við verðum mætt hress til leiks á morgun með playstation og spil..

Snjókarlinn kveður..

Comments:
Já, vinnan göfgar manninn! En fyrr má nú samt aldeilis fyrr vera. Ég myndi gefa hann á tombólu ef ég væri konan hans!
 
Hvað er þetta, ekki mynduð þið gefa slökkviliðs mann á tombólu þótt að hann væri eins og haugur eftir að hafa barist við rusl.

:)

kv
 
Sú staðreynd að hirða sorp eftir aðra sé 4 stigum ofar á listanum en eiginkona hans er alveg fullgild ástæða til að gefa manninn á tombólu!
 
hehe...að maðurinn skuli dirfast....hann metur rusl meira en börnin sín!!
 
Júlíus ekki einu sinni reyna að fegra þetta.. Sammála þér Guðný mín.. Hann mætti samt þakka fyrir það að vera bara gefin á tombólu..
 
Ég myndi nú bara henda svona manni í ruslið.....!
Tinna
 
Hei hvað er númerið hjá Hr. Rusla...er ekki allt hey í harðindum eða...!

-Piparjúnkan

(ok, vá hvern er ég að plata...vitið sennilega alveg að þetta er ég, Matta)
 
Hahahahahaha..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?