mánudagur, janúar 23, 2006

Líf og fjör í Odense... Og fullt af mat..

Fórum til Tinnu og Dadda á laugardaginn og gistum hjá þeim.. Þau töfruðu fram fylltar svínalundir og var mjög mikið étið.. Við erum alltaf svo ógeðslega södd þegar við hittumst að ég hef alltaf á tilfinningunni að ég sé búin að þyngjast um 2 kíló í hvert skipti sem við hittumst.. Ég held barasta að það sé mjög hollt að borða svona yfir sig annars lagið.. Ég átti svo leik við Odense í gær sem við unnum með 17 mörkum.. Mér gekk alveg rugl vel og var komin með 8 mörk úr 9 skotum eftir 16 mín.. Haldiði að kellan hafi þá ekki bara verið tekin útaf og ekki spilað meir.. Hvað er það??? Ömurlegt að eiga svona dag þar sem allt er inni og þá erum við að tala um marga "KIDDA", hehe, og svo bara tekin útaf.. En best að hætta að grenja yfir þessu.. Verð bara að bíða eftir næsta svona leik..

Eftir leik fórum við svo aftur heim til Tinnu og Dadda til að borða meira og guð minn góður hvað hægt er að troða í sig.. Eftir rosalegt kaffi með fullt af kræsingum ákváðum við að búa til pizzur í nýja pizzaofninum þeirra.. Ekkert var til sparað og bjuggum við til 5 pizzur, veit ekki hvernig í ósköpunum við héldum að við gætum étið svona mikið en það góða við þetta var að restarnar fóru í nestisboxið hjá Viktori og Dadda í morgun.. Það er svo leiðinlegt að fara að búa til nesti rétt fyrir miðnætti en þá föttum við alltaf að við eigum það eftir..

Rétt áður en við fórum í háttinn í gær vaknaði draumadísin og ældi svona líka rosalega.. Við mæðgur erum því bara heima í dag í góðum fíling..

Og svona að lokum: SPURNING DAGSINS: HVAÐ ERU KIDDAR???????

Jæja kellan kveður
Hrabba

Comments:
hehe ég myndi giska á að það væru nokkrir í vinkilinn;)


Einar
 
Ég myndi segja að það væri þokkaleg smurning í sammarann :)
Kveðja Elfa Björk :)
 
Hehe... Gott gáfaða par.. Bíð nú spennt eftir viðbrögðum frá Kiddanum sjálfum.. Hann hlýtur nú að vera sáttur við þetta..
 
Má ég spyrja salinn?
 
Sorry Guðný mín.. Þetta var ekki sanngjörn spurning, sé það núna..
 
Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör. En það stendur ekki á svarinu hjá mér. Kiddar er rangt ord. Því að það er adeins til eitt orð og það er Kiddi. Og svo er aðeins til einn Kiddi. Og það er ÉG. Mörgun kann að finnast það asalegt og mikið egó en svona er þetta bara. Kiddi er að sjálfsögðu komið undan nafninu Kristinn og ber að minna á að Kristinn þýðir í raun trúarlegur og heiðarlegur maður, samkvæmt einhverju korti þar sem að nafnið er efst og svo er skrifað eitthvað um nafnið sjálft. Held samt að við getum sleppt trúarlegur í mínu tilviki þar sem að ég trúi ekki á neitt.

Vona að þetta hjálpi fólkinu

Kveðja Kiddi B
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?