þriðjudagur, janúar 24, 2006

Nýtt á blogginu.....

Það er alltaf eitthvað að ganga í þessum stóra bloggheimi.. Rakst á þetta hjá henni Hörpu minni.. Þið skrifið bara ef ykkur langar til að skrifa eitthvað um mig.. Best er að copya spurningarnar og svara þeim í commentakerfinu.. Ótrúlega sniðugt fyrir þá sem vilja fá einhver comment, hehe..

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifin(n) af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Comments:
1. Tinna
2. Já við erum vinkonur
3. Hittumst fyrst í Kennó..á mánudeginum eftir hópefli..1.B ákvað að halda bekkjarpartý sem þú skipulagðir og ég hélt!! Gott teamwork þar!!
4. Ég er mjög hrifin af því hvað þú ert frábær manneskja!!
5. Mig langar alltaf að smella einum á þig og smá knús líka!!
6. Snilli...af því að þú ert einfaldlega snillingur!
7. Yndi
8. Iss leist sko ekkert á þig...hehe nei djók..sá þarna manneskju sem ég vissi að mér myndi líka vel við!
9. Já og betur ef eitthvað er!
10. BOB-IT,BUZZ, MATUR og MARENGS!!
11. Ég myndi gefa þér allt sem þig langar í....
12. Held ég þekki þig bara alveg ágætlega! Alla vega nóg til að vilja vera vinkona þín!! hehe
13. Sá þig nú bara á sunnudaginn.. í fyrradag!
14. Ekkert sem ég man eftir...það hefur þá varla verið merkilegt!
15. Er ekki með blogg...þannig að NEI....!

Kveðja Tinna

p.s. NÝTT HIGH SCORE Í BOB-IT... 112 ;O)...try to beat this, suckers..!! muhahahahaha
 
Þú ert æði Tinna mín.. Og bíddu bara þangað til ég fæ Bob-It tilbaka.. Þetta a eftir að enda með ósköpum..
 
Það er greinilega búið að fjárfesta í Bob It í Árósum, þetta er náttúrulega bara snilldartæki.

Arna
 
1. Monika – var stundum kölluð monkey bisness af ónefndum þjálfar og mér líkaði það afar illa.
2. Já ég mundi segja það.
3. Vá það er langt síðan, örugglega bara heima hjá þér árið nítjánhundur og eitthvað.
4. Já.
5. Nei ekkert sérstaklega, en ég elska að kyssa manninn þinn.
6. Hrossa, af því þú hneggjar þegar þú hlærð.
7. Hláturmild.
8. Var örugglega hrædd við þig.
9. Já svolítið skelkuð kannski... nei nei.
10. Dagný og Drífa og Handbolti.
11. Verðlaunapening fyrir að vera skemmtileg.
12. Ekki svo vel, Þekki ekki þín dýpstu leyndarmál en ég þarf þess heldur ekki.
13. Aðfaranótt aðfangadags heima í Buzz.
14. Örugglega.
15. Nei ætli það.
 
1. Eibba Pönk
2. Já
3. Það var örugglega á vellinum á móti hvor annarri fyrir langa löngu (Þú manst það örugglega betur en ég)
4. Auðvitað...ekki annað hægt
5. Hverjum langar ekki til þess???
6. 15...... það er bara augljóst
7. Best (enda best í öllu sem þú gerir og svo ertu bara best)
8. Hef örugglega verið skíthrædd við þig enda ekki sú auðveldasta að spila á móti :)
9. NEI NEI NEI myndi ekki hika við að stilla mér upp fyrir framan þig þegar þú kemur á fullu gasi á vellinum....EINMITT
10. Bílnúmer, GTi, símanúmer, TRIVAL, ADIDAS, Djúpa laugin, Addi fannar...gæti haldið áfram endlaust
11. Ég myndi kaupa draumahúsið þitt hérna á klakanum þar sem við búum hlið við hlið með famelíurnar okkar.
12. Nokkuð vel held ég
13. 1.jan síðastliðin
14. Nei held ekki
15. já
 
1. Hver ert þú? Hafdís Hinriks
2. Erum við vinir? Játs
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Ég man eftir þér á túrneringu í Seljaskóla, þá varstu að horfa á. Dagný og Drífa í ÍR og ég í FH. Þú tókst mig á tal og varst að hrósa mér fyrir góða nýtingu í horninu;) Það er mín fyrsta minning af þér.
4. Ertu hrifin(n) af mér? Who isn´t. Mér finnst þú æði.
5. Langar þig að kyssa mig? Stundum, en langar alltaf að kyssa Viktor;)
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Það koma 2 upp í huga mér, auðvitað Hrebs því að þú ert bara Hrebs. Og svo trukkurinn, sem er vegna áræðni inni á vellinum. Myndi ekki vilja lenda í samstuði við þig gamla mín.
7. Lýstu mér í einu orði. Sælkeri myndi ég segja. og hörkutól, ok 2 orð.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Var hálf feimin, þú eldri en ég og rosa góð í handbolta. En mér leist samt vel á þig sko, leit bara upp til þín.
9. Lýst þér ennþá þannig á mig? Nei ég get nú ekki sagt að ég sé feimin við þig, og lít í dag á þig sem jafningja, þó að þú sért kannski betri en ég í handbó. Enda ég hætt, annars væri ég miklu betri;)
10. Hvað minnir þig á mig? Súkkulaðikakan með hvítakreminu, kaka dauðans. Bombur og þristur, og svona skessuhlátur.;)
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? Ég myndi gefa þér þjófavörn í húsið þitt.
12. Hversu vel þekkiru mig? þekki þig ágætlega, samt aðeins minna í dag en í den.
13. Hvenær sástu mig síðast? líklega á Hsí hófinu.
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? ja´eitt, en það bíður betri tíma;)
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Er löngu búin að því, og ekki skrifaðir þú þarna.
 
1. Hver ert þú? Ragga Ásgeirs
2. Erum við vinir? Já auðvita...
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? það var á handbolta æfingu hjá HK og svo drógstu mig á æfingar hjá ÍR
4. Ertu hrifin(n) af mér? já auðvitað...
5. Langar þig að kyssa mig? hef örugglega gert það...
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. Hef alltaf kallað tig Hröbbu...
7. Lýstu mér í einu orði. Hláturskella
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Algjör brussa...en á góðan hátt
9. Lýst þér ennþá þannig á mig? já ég get ekki neitað því...
10. Hvað minnir þig á mig? Handbolti og Danmörk
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? sigur í efstu deildinni í Danmörku...
12. Hversu vel þekkiru mig? Nokkuð vel held ég
13. Hvenær sástu mig síðast? ætli það hafi ekki verið í partýi hjá brósa mínum...
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? já
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? búin að því...
 
1. Hver ert þú? Harpa Melsteð
2. Erum við vinir? Já ég myndi nú segja það (hittumst bara alltof sjaldan).
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig? Samkvæmt þér á einhverju móti í Mosfellsbæ fyrir tugum ára, hehe, týpískt þú að muna þetta nákvæmlega.
4. Ertu hrifin(n) af mér? Love you babe ;)
5. Langar þig að kyssa mig? Hvern langar ekki að kyssa þig ;)?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. "Rúmí" því þú ert rúmí-inn minn og náttúrulega Hrebs (þarfnast ekki útskýringa).
7. Lýstu mér í einu orði. Snillingur.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? Bara ágætlega, varst "skriðdeki dauðans" í boltanum.
9. Lýst þér ennþá þannig á mig? Nehei, núna finnst mér þú æði ;).
10. Hvað minnir þig á mig? Danmörk, hrossahlátur, kani og keppnis.
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? Eilífa hamingju og heilbrigði(pjúk, væmin hehe...).
12. Hversu vel þekkiru mig? Bara nokkuð vel held ég.
13. Hvenær sástu mig síðast? Alltof langt síðan sko. Held að það hafi verið síðast af einhverju viti á Aroma kaffihúsinu í Hafnarfirði í fyrra.
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það? Já, örugglega einhvern tíma í einhverjum leik.
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig? Búin :).
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?