fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Enn einn auminginn mættur í vinnuna til mín..

Þetta vinnuævintýri ætlar engan endi að taka.. Fyrir skömmu fengum við nema inn á stofuna til okkar sem er karlmaður jafngamall mér.. Þvílíkt og annað eins fyrirbæri hef ég nú bara sjaldan hitt.. Um leið og hann opnar muninn flýgur út úr honum heimskan og vá hvað ég á oft erfitt með mig.. Langar stundum bara til að grenja úr hlátri yfir honum.. Hann mætir alltaf of seint sem er alls ekki danskt og í síðustu viku mætti hann tveimur tímum of seint og kom akkurat þegar við vorum að gefa börnunum að borða en þá er yfirleitt nóg að gera.. Hann segist þurfa að ná sér í morgunkaffið sitt sem hann og gerði nema hvað að það tók bara einhverjar 20 mín og hann sem var að mæta tveimur tímum of seint.. Í dag toppaði hann svo allt þegar hann svaf yfir sig enn eina ferðina.. Það var hringt í hann rúmlega klukkutíma eftir að hann átti að vera mættur og hann svaraði alveg soðin og sagðist ætla að drífa sig.. Haldiði að gerpið hringi ekki 10 mín seinna og segist ætla að taka sér frí í dag og vinna bara smá auka á morgun.. Bossinn í vinnunni var upptekinn þegar hann hringdi en var svo fljótur að hringja í hann og segja honum að drullast í vinnuna.. Rúmlega klukkutíma seinna mætir hann en þá er ekki verandi í kringum manninn þar sem hann hafði slysast í flöskuna í gær.. Hann var svo bara sendur heim aftur og sagt að mæta á morgun.. Það verður mjög spennandi að sjá hvort að hann mæti, ég hef nú ekki mikla trú á honum.. Það væri líka eiginlega bara æði að losna við hann..

Í dag fékk ég svo þá flugu í hausinn að drífa mig í eitthvað nám.. Nú er ég að skoða eitthvað ársnám í einhverskonar viðskiptafræði.. Lítur ágætlega út svona í fyrstu og aldrei að vita nema Hrabban bæti nú bara smá við kennaranámið sem er bara ekkert búið að nýtast mér.. En bíðiði bara þegar dönskukennari dauðans mætir á klakann..

Spiluðum áðan og settum nýtt met á tímabilinu.. Unnum með 32 mörkum.. Þetta er alltaf jafn spennandi hjá okkur.. Unnum 48-16.. Fórum svo heim á eftir og elduðum okkur hvítlaukshumarinn úr veislubók Hagkaups.. Þvílík snilld..

Ætla að hoppa í háttinn..
Hrabba

Comments:
hahahahahahahaa... bíddu eru svona menn ekki reknir strax ????
 
Hann á allavega ekki mikið fleiri sénsa.. En hann mætti í dag og meira að segja á réttum tíma.. Ótrúlegur gaur..
 
Já takk humar á diskinn minn :)
 
Vonandi ertu ekki búin að gleyma samningnum sem þú gerðir við Bjössa Ella og mömmu mína varðandi hvað gerist eftir Danmörku - dönskukennarastaðan bíður alltaf eftir þér :-) Annars vildi ég bara kvitta fyrir komuna, þar sem ég er nú reglulegur gestur á þessu skemmtilega bloggi - ég er að vona að það verði starfsmannafundur hjá þér fljótlega svo það komi fleiri vinnusögur ! :-) B.k. Smári Jökull Eyjapeyji
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?