föstudagur, febrúar 10, 2006

Loksins gestir...

Já það er búið að vera líf og fjör í kotinu síðan á miðvikudaginn.. Lísa og Rakel komu hingað og Villi og Tinna aðeins seinna.. Þau sáu okkur vinna Skjern örugglega með 16 mörkum.. Samt vorum við að spila mjög illa enda voru þær búnar að gefast upp um leið og dómarinn flautaði.. Við hefðum átt að vinna þær með allavega 30.. En eftir leik fórum við öll heim og var Buzzinn tekinn fram að sjálfsögðu.. Viktoría og Lísa unnu leikinn eftir hörku spennandi viðureign.. Viktoría ekkert smá sátt.. Var samt mjög svekkt með Lísu oft á tíðum þegar Lísa vissi ekki svörin eða svaraði vitlaust.. Það var svo auðvitað boðið upp á ostaköku sem vakti mikla lukku.. Við náðum að hadla þeim hérna hjá okkur langt eftir miðnætti og þá áttu þau eftir að keyra til Skjern og Tinna greyið að fara að mæta í vinnu eftir nokkra klukkutíma..

Í gær komu svo Júlli, Vignir, Siggi og Benni og fór Viktor með þá út að borða á Sushistað.. Það var búið að lofa einum félaganum að fara á Sushistað og endaði ferðin svo á MCDonalds þar sem 3 af 5 fengu sér að borða.. Ég var svo auðvitað búin að skella í eina marengs handa greyjunum þegar þeir komu heim og var Buzzinn aftur tekin fram.. Svo má ekki gleyma Bob-It sem kom mjög sterkt inn.. Síðustu tveir gestirnir eru svo væntanlegir í dag.. Já líf og fjör í Århus..

Heyrði svo í henni Dagnýju minni í gær og var hún rosalega sátt að heyra í big syst.. Eða eins og hún sagði: Þegar ég sá að þetta varst þú sem varst að hringja var það fyrsta sem ég hugsaði "She's alive".. Já þessi elska hefur nú smá áhyggjur af manni.. Það er annað en flestir.. Það er enginn að spá í það að ég verð sennilega bombuð niður (í orðsins fyllstu) á næstunni..

Svo var verið að vara okkur við að einhverjir strákgemlingar eru farnir að rölta hérna um svæðið aftur og leita að fórnarlömbum.. Nú er bara beðið eftir næsta innbroti í háskólann..

Best að taka hádegisblundin (sem ég geri orðið alltof sjaldan)..
Hrabba sem er enn á lífi.........

Comments:
þessi tilefni fyrir heimsóknum Júlíusar til ykkar eru orðin ýskyggilega mörg. Hvenær fæ ég eiginlega að koma ??? já maður spyr sig. Bara skilin eftir heima alein í marga daga, engin marengskaka, ekkert buzz eða neitt. Bara þurrt námsefni, kjúklingabaunir og spínat.
 
Monika mín þú ert alltaf velkomin.. Næst kemurðu bara með.. Ég skal sko baka margar kökur handa þér.. Það er auðvitað svindl að ég fái að kyssa kallinn þinn líka og þú bara engan ;-)
 
Bið að heilsa Andra frænda, ef hann er ennþá hjá ykkur!!
 
Mikið er ég heppinn ! Að fá að kyssa hröbbu og viktor þaug er ment to be að kyssa.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?