þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Nýjir nágrannar... Þeim verður stútað..
Já vorum að komast að því að við erum búin að eignast nýja nágranna og það er ekkert í ódýrari kantinum eða jú eiginlega því að nágrannarnir eru heil rottufjölskylda.. Ógeðslegt og holan þeirra er ca. 3 metra frá útidyrahurðinni hjá okkur.. Það er nokkuð ljóst að dyrnar verða ekki látnar standa opnar lengur en þörf krefur.. Viktor var að spjalla við nágrannann okkar (ekki rotturnar samt) og er hann nokkrum sinnum búinn að sjá rotturnar trítlandi í garðinum hjá sér.. Svo eru þær búnar að vera í ruslinu hjá okkur þannig að það er nokkuð ljóst hver fer með það framvegis (ekki það að ég sé eitthvað dugleg við það).. En það er búið að koma upp gildrum og stefnan er sett á að stúta nýju nágrönnunum sem allra fyrst.. Það er líka alveg ljóst að svona nágrannar fá ekki að búa í Ramsey-inu mínu..
Svo verð ég að hryggja marga með því að tilkynna það að ég fékk frí á starfsmannafundinum við mikinn fögnuð (ég auðvitað sem fagnaði).. Þannig að ég get nú ekki sagt ykkur margt.. Það kjánalegasta á fundinum var víst þegar neminn okkar (skrítni auminginn) var að byðjast afsökunar á framferði sínu síðasta fimmtudag.. Það voru ekkert allir í húsinu sem vissu þetta þannig að hann þurfti að fara að skíra út fyrir þeim af hverju hann var að byðjast afsökunar.. Það var víst rosalega kjánalegt.. Ég var svo að fá að vita í dag að skrítni neminn er á fullu að skrifa bók - spennusögu.. Það er nú eitthvað sem ég þarf að lesa.. En ekki það að sú sem er yfir honum segir að hann sé afbrags penni.. Hvernig er það hægt þegar maðurinn getur ekki opnað á sér munninn nema að það komi eitthvað rosalega heimskulegt upp úr honum (í alvöru ég fæ kjánahroll í hvert skipti sem hann reynir að tjá sig).. Þetta er allavega að koma mér mikið á óvart..
Best að halda áfram með LOST.. Meira en hálfnuð með 1 seríuna.. Nóg eftir en það er bara gaman..
Hrabba
Svo verð ég að hryggja marga með því að tilkynna það að ég fékk frí á starfsmannafundinum við mikinn fögnuð (ég auðvitað sem fagnaði).. Þannig að ég get nú ekki sagt ykkur margt.. Það kjánalegasta á fundinum var víst þegar neminn okkar (skrítni auminginn) var að byðjast afsökunar á framferði sínu síðasta fimmtudag.. Það voru ekkert allir í húsinu sem vissu þetta þannig að hann þurfti að fara að skíra út fyrir þeim af hverju hann var að byðjast afsökunar.. Það var víst rosalega kjánalegt.. Ég var svo að fá að vita í dag að skrítni neminn er á fullu að skrifa bók - spennusögu.. Það er nú eitthvað sem ég þarf að lesa.. En ekki það að sú sem er yfir honum segir að hann sé afbrags penni.. Hvernig er það hægt þegar maðurinn getur ekki opnað á sér munninn nema að það komi eitthvað rosalega heimskulegt upp úr honum (í alvöru ég fæ kjánahroll í hvert skipti sem hann reynir að tjá sig).. Þetta er allavega að koma mér mikið á óvart..
Best að halda áfram með LOST.. Meira en hálfnuð með 1 seríuna.. Nóg eftir en það er bara gaman..
Hrabba
Comments:
<< Home
ojj ojjj ojjjjjjj
Ég hef enn ekki séð neinar rottur og kvíði þeim degi mikið. Í alvöru...er skíthrædd við þessi ógó dýr.
Áfram Hrabba og VIktor í stríðinu!!!
Ég hef enn ekki séð neinar rottur og kvíði þeim degi mikið. Í alvöru...er skíthrædd við þessi ógó dýr.
Áfram Hrabba og VIktor í stríðinu!!!
Ok... sé að við verðum að fresta veislunni! Ég verð sem sagt afskaplega lítið á ferðinni í hverfinu ykkar á næstunni. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég kannski ekki hugrakkari en þú Hrabba mín!!!!!
Skrifa ummæli
<< Home