mánudagur, febrúar 13, 2006
Rólegt í kotinu aftur..
Þá eru gestirnir búnir að yfirgefa okkur og flestir sáttir eftir gott ball á laugardaginn þar sem hljómsveitin Eðlan breyttist í Risaeðluna þar sem Viktor og Gunni Sigurbjörns bættust við og því hljómsveitin skipuð 7 meðlimum.. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Viktor hefur verið ósáttur við að fá að vera upp á sviði... Einmitt...
Húsfrúin góða í Árósunum (sem er ég) var ekki aveg að meika það að vera ein heima í húsinu og var ég sem klístruð upp við gluggann til að vera alveg viss um að það væri alveg örugglega engin í garðinum.. Þetta blessaða innbrot ætlar að hafa langtíma skaðleg áhrif á mig.. Ekki nóg með það þá lá ég með gemsann í hendinni og hamar í meters fjarlægð svona EF til átaka kæmi.. Ég er auðvitað ekki með öllum mjalla..
Á laugardagskvöldinu komu Íris og María (risinn í liðinu) til mín í videó og köku.. Ég var mikið að spá í hvort ég ætti ekki að biðja Maríu um að sofa inni í gestaherberginu svo ég þyrfti ekki að vera ein í húsinu (reyndar með Viktoríu).. Það hefði auðvitað verið ógeðslega fyndið ef Júlli og Benni hefðu komið heim um nóttina og þá hefði 2ja metra ungverskur risi, með bífur dauðans út úr sænginni, legið upp í rúminu þeirra.. En ég gat nú ekki hugsað mér að gera henni Maríu minni þennan grikk því hver veit hvað tveir graðir karlar sem voru búnir að vera í burtu frá konunum sínum hefðu gert.. Og þetta hefði auðvitað verið svona once in a lifetime séns..
En þó að það sé orðið rólegt í kotinu þá erum við búin að fá einn gest sem er hann Hjalti okkar en hann kom í gær með mér frá Sjálandi (þar sem við vorum að keppa).. Hann verður hjá okkur til fimmtudags en þá mun hann fara til Köben en við munum hitta hann þar um helgina.. Það er nú svolítið fyndið að bera þá Júlíus og Hjalta saman.. Það er varla hægt að finna tvær týpur sem eru ólíkari.. Júlíus aktívur frá helvíti á meðan Hjalti gæti legið í sófanum þangað til á fimmtudaginn..
Hætt að bulla og farin í háttinn...
Hrabba
Húsfrúin góða í Árósunum (sem er ég) var ekki aveg að meika það að vera ein heima í húsinu og var ég sem klístruð upp við gluggann til að vera alveg viss um að það væri alveg örugglega engin í garðinum.. Þetta blessaða innbrot ætlar að hafa langtíma skaðleg áhrif á mig.. Ekki nóg með það þá lá ég með gemsann í hendinni og hamar í meters fjarlægð svona EF til átaka kæmi.. Ég er auðvitað ekki með öllum mjalla..
Á laugardagskvöldinu komu Íris og María (risinn í liðinu) til mín í videó og köku.. Ég var mikið að spá í hvort ég ætti ekki að biðja Maríu um að sofa inni í gestaherberginu svo ég þyrfti ekki að vera ein í húsinu (reyndar með Viktoríu).. Það hefði auðvitað verið ógeðslega fyndið ef Júlli og Benni hefðu komið heim um nóttina og þá hefði 2ja metra ungverskur risi, með bífur dauðans út úr sænginni, legið upp í rúminu þeirra.. En ég gat nú ekki hugsað mér að gera henni Maríu minni þennan grikk því hver veit hvað tveir graðir karlar sem voru búnir að vera í burtu frá konunum sínum hefðu gert.. Og þetta hefði auðvitað verið svona once in a lifetime séns..
En þó að það sé orðið rólegt í kotinu þá erum við búin að fá einn gest sem er hann Hjalti okkar en hann kom í gær með mér frá Sjálandi (þar sem við vorum að keppa).. Hann verður hjá okkur til fimmtudags en þá mun hann fara til Köben en við munum hitta hann þar um helgina.. Það er nú svolítið fyndið að bera þá Júlíus og Hjalta saman.. Það er varla hægt að finna tvær týpur sem eru ólíkari.. Júlíus aktívur frá helvíti á meðan Hjalti gæti legið í sófanum þangað til á fimmtudaginn..
Hætt að bulla og farin í háttinn...
Hrabba
Comments:
<< Home
er ekki spurning að fá sér stuðbyssu þær eru ekki dýrar þarna og virka vel á þjófa eitt rafskot og málið dautt
Skrifa ummæli
<< Home