föstudagur, febrúar 03, 2006

Sexmessan byrjuð... Allt crazy..

Já þá er fjörið byrjað út í garði.. Þetta er engin smá messa.. Við erum að tala um pakkað plan og lagt upp á alla kanta hérna í kring (og er þetta risa plan).. Þetta er greinilega alveg málið.. Það er líka mjög fyndið að sjá bílana sem fylgja þessari glæsilegu sýningu.. Mjög skemmtilega merktir.. Ég þyrfti eiginlega að mynda þetta fyrir ykkur ágætu lesendur en því miður má ekki fara með myndavél þarna inn.. Ég er samt ekki alveg að skilja að það skuli engin hafa komið í heimsókn um helgina.. Fólk greinilega eitthvað feimið.. Ég þekki nú samt einn sem liggur heima og grætur yfir því að missa af þessu.. En hann er væntanlegur hingað á fimmtudaginn.. (Þú kemur bara að ári Júlli minn)..

Annars er ég enn að jafna mig á handboltanum.. Vá hvað ég er svekkt að við séum dottin út.. En strákarnir stóðu sig frábærlega, ég var bara svo viss um að það væri komið að medalíunni.. Okkur vantaði bara aðeins meiri breidd og svo hefðum við tekið Króatana ef Alex og Einar hefðu ekki meiðst.. En svona er sportið og núna verð ég bara að halda með Dönum.. Það verður því nóg um handbolta alla helgina því það verður líka toppleikur í kvennaboltanum þegar Viborg mætir Slagelse..

Later
Hrabba

Comments:
þú verður að fara á þessa sýningu!! við róbert fórum einu sinni með vinafólki okkar og dóum næstum því úr frygð....eða hlátri...man ekki alveg")
 
Hrabba er þannig gerð að hún á það til að snúa uppá aðra sýnum hugsunum. Ég er reyndar að koma á fimmtdag og vona að ég fá glaðning frá Hröbbu, p,s Viktor þú veist stærðina.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?