sunnudagur, febrúar 26, 2006
Svo gott sem komið..
Unnum Holstebro í gær með 12 mörkum í toppleiknum í gær á útivelli.. Var mjög öruggt allan tímann.. Það komu 3 fullar rútur frá okkur og fínasta stemning í höllinni.. Eftir leikinn kom formaðurinn inn í klefa og sagði okkur að það væri búið að panta fyrir okkur borð niðri í bæ og þar myndi bíða okkar 3ja rétta máltíð og frítt á barnum allt kvöldið og alla nóttina.. Þvílík snilld.. Engin smá útgjöld fyrir hann þar sem við vorum 24 stykki og nánast allir í kokteilum allt kvöldið.. Þetta var þvílíkt gaman..
Svo er bolludagurinn í dag og ég verð nú bara að játa mig sigraða í þessum blessaða bollubakstri.. Þetta er ekki alveg að gera sig hjá mér.. Ég á bara að halda mig við kökurnar.. En bollurnar eru nú samt búnar.. Maður er nú ekki þekktur fyrir að leyfa..
Lítið hefur spurst til nýju nágrannanna.. Rottugreyjin eru í stórhættu þessa dagana enda búið að eitra allt og koma einhverjum búrum fyrir.. Nú er bara eins gott að þetta virki allt saman..
Bið að heilsa í bili
Hrabba
Svo er bolludagurinn í dag og ég verð nú bara að játa mig sigraða í þessum blessaða bollubakstri.. Þetta er ekki alveg að gera sig hjá mér.. Ég á bara að halda mig við kökurnar.. En bollurnar eru nú samt búnar.. Maður er nú ekki þekktur fyrir að leyfa..
Lítið hefur spurst til nýju nágrannanna.. Rottugreyjin eru í stórhættu þessa dagana enda búið að eitra allt og koma einhverjum búrum fyrir.. Nú er bara eins gott að þetta virki allt saman..
Bið að heilsa í bili
Hrabba