laugardagur, mars 25, 2006

Afslöppunarhelgi..

Já það er mjög langt síðan ég hef átt svona rólega helgi.. Eina sem hefur verið á dagskrá alla helgina er sirkusinn hjá Viktoríu og síðasti leikurinn á morgun hjá mér.. í dag skruppum við Viktoría í bæinn og náðum að eyða smá peningum.. Það er nefninlega komið upp smá vandamál hérna á heimilina.. Fæturnir á Viktoríu ákváðu að stækka um 3 númer á einni viku og passar hún ekki lengur í neitt af skónum sínum þannig að nú verður fjárfest í skóm á barnið.. Náðum að kaupa tvö pör í dag og munum svo eflaust finna eitthvað í Þýskalandinu.. Við mæðgur skelltum okkur svo í bíó sem er líka í mollinu.. Sáum Bamba 2 og var ekkert smá gaman hjá okkur.. Dísin alveg að fara á kostum og skellti þvílíkt upp úr mörgum sinnum..

Það er svo spurning um smá skrall á morgun því að það verður rosa flottur matur eftir leik og svo festað..

Á miðvikudaginn er svo brottför til Þýskalands hjá okkur mæðgum.. Verðum þar til mánudags en þá fer ég með landsliðinu til Tékklands og ætlar Daggan að vera tveggja barna móðir á meðan.. Viktoría alveg að rifna hana hlakkar svo til.. Þetta verður fjör..

Ætla að næra fjölskylduna
Hrabba

Comments:
Oh þetta hefur verið alveg rigtig pigedag!! Oh ég hlakka svo til þegar ég og Emelía getum farið að shoppa saman og fara svo í bíó!! hehe

Góða ferð til Þýskalands og góða skemmtun.
Verðum svo að hafa hitting eftir páska...það er víst allt á Pomosavej fullt þar til eftir þá ;o)
Knús og kossar frá okkur Í Odense
Tinna og co.
 
Uhhh... ég mótmæli áætlaðri brottför til Þýskalands. Þetta landsliðs-stúss hefur ekkert smá truflandi áhrif á sósíal-lífið Hrabba mín. Farðu nú að hugsa þinn gang!
 
Já Tinna mín við verðum að fara að hittast.. Við tökum eina helgi eftir páska, þá verður líka komið svo gott veður..

Sorry Guðný mín.. Þetta er auðvitað bara skandall.. Ég skammast mín..
 
It´s a deal ;o)
TT
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?