miðvikudagur, mars 01, 2006

Búin með LOST...

En bara með fyrstu seríuna þannig að það er nóg eftir.. Þetta eru hrikalega góðir þættir.. Get ekki beðið eftir að fá aðra seríu.. Elli vonandi hjálpar til við það á lau (ég er ekki alveg að gera mig á þessum download síðum)..

Viktoría veik í dag þannig að við mæðgur vorum bara heima og bökuðum m.a. kanelsnúða.. Mjög vel heppnað hjá okkur.. Viktor mjög sáttur við okkur þegar hann kom heim úr vinnunni með þrefalt hné.. Slasaði sig eitthvað í vinnunni þegar hann var nýbyrjaður að vinna í morgun.. Ég sé nú Danann í anda hafa hrist þetta af sér.. Þeir hefðu nú ekki verið lengi að nýta sér veikindaleyfið.. En sem betur fer var þetta bara högg og rosaleg bólga, það skaddaðist ekkert inni í hnénu..

Úr vinnunni er það að frétta að það er búið að láta nemann fara... LOKSINS.. Hann mætti enn einu sinni lyktandi eins og heil bruggverksmiðja.. Það var ekki verandi í kringum hann.. Huggulegt að vera svo að skipta á lítlu krílunum mínum.. Greyið strákurinn hann á nú við einhver vandamál að stríða.. Erfitt líf..

Keypti mér í dag ævisögu Stig Töfting (danskur fótboltakall sem er hættur).. Hlakka mikið til að lesa hana.. Maðurinn hefur auðvitað upplifað allt.. Þegar hann var smá patti kom hann heim eftir fótboltaleik og kom að mömmu sinni og pabba látnum í húsinu.. Þá hafði pabbinn skotið mömmuna og síðan sjálfan sig.. Hann spilaði samt úrslitaleik daginn eftir og var valinn maður mótsins.. Mjög eðlilegt.. Hann hefur líka misst eitt barn sjálfur.. Ótrúlegt hvað ógæfan getur elt sumt fólk. Hann á svo margt miður fallegt á sinni ferilsskrá en það vita svo sem flestir..

Farin í háttin
Hrabba

P.S mun birta mynd af nýja liðsfélaganum mínum á morgun.. Hún á eftir að hífa upp fegurðarstandardinn í liðinu.. Og það er nú mikilvægt..

Comments:
Hehe, ég hef nú séð liðið þitt nýlega og það eru alveg nokkrar sem eru í góðu lagi, það má þó alltaf bæta um betur og þessi leikmaður dregur ykkur ekkert niður held ég....
Kv, Orri....
 
Ef ég má giska þá er það sennilega Begga sem um ræðir, og hún myndi nú alveg hífa upp standardinn í hvaða liði sem er!

En til hamingju með nýja team mate-inn, nú verð ég að fara að drullast í ehimsókn! (sko þegar hún verður líka komin út, þá er tvöfold ástæða;o))
 
varstu ekkert pirruð yfir endinum á LOST!!!
 
Blessuð kella ;)
Bíddu bara, sería 2 er sko ekki síðri, margt sem kemur í ljós þar, íhaaaa.....

Kveðja Harpa Mel
 
Lofa að birta myndina fljótlega..
Jú Svala ég var sko pirruð yfir endinum en alltaf gott þegar maður þarf ekki að bíða lengi eftir framhaldinu..
 
sælar.... bara til að láta þig vita þá er ég komin með fyrstu 15 þættina af LOST 2 og OMG... ef þú vilt að ég skrifi þá fyrir þig og sendi minnsta málið.. gerir bara eins og ég.. plöggar bara tölvunni í TV og - volla!!! Eins mikið af ólöglegu efni og þú vilt :-) hehehe
 
Hei, hvar er myndin sem þú varst búin að lofa!!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?