miðvikudagur, mars 29, 2006
Er að ná mér niður..
Var að tapa mér hérna í sófanum í gær.. Horfðum á Magdeburg spila á móti Alex og Einari í Grossó.. Góður leikur þar sem Einar var hrikalegur með 11 slummur enda 100 kg hrátt íslenskt kjöt þar á ferð (þetta sögðu þeir í lýsingunni).. Það leiðinlega við þennan leik var forljóta helv.... fíflið úr Magdeburg sem átti að fá rauða spjaldið fyrir að reyna að kjálkabrjóta Alex aftur.. Vá hvað ég var brjáluð.. Ekkert smá fólskulegt brot og fékk hann bara 2 mín.. Dáist að Alex fyrir að hafa ekki snappað.. Og hvað er Magdeburg að spá að kaupa svona ógó ljótan leikmann.. Nánast ekki horfandi á hann þótt hann sé mjög góður.. Ég hefði nú keypt Kjelling frekar.. Það verður að hafa einhvern sem trekkir að.. En allavega þá tapaði Grossó leiknum eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn.. Það er líka alveg ótrúlegt í þessum þýska bolta hvað heimaliðin eiga bara að vinna.. Alltaf þegar 10 mín eru eftir þá taka dómararnir öll völd og dæma þvílíkt með heimaliðinu.. Hef séð þetta alltof oft..
Tæpir 6 tímar í brottför til Þýskalands. Dísin búin að baða sig og ætlar að vera voða fín fyrir litla frænda og auðvitað Döggu platmömmu.. Mikil tilhlökkun hér á bæ.. Mun nú láta heyra frá mér úr Þýskalandinu ef ég fæ aðgang að tövu sem ég reikna nú með..
Og að lokum vil ég þakka kærlega fyrir öll commentin á myndasíðunni.. Er í skýjunum yfir þessu.. Og Arna mín ég æfi stíft svo við getum haldið dúett tónleika.. Vá hvað það yrði uppselt.. Það myndi engin vilja missa af okkur tveim, þvílíkt show.. Sé þetta aveg fyrir mér..
Kveð í bili
Hrabba
Tæpir 6 tímar í brottför til Þýskalands. Dísin búin að baða sig og ætlar að vera voða fín fyrir litla frænda og auðvitað Döggu platmömmu.. Mikil tilhlökkun hér á bæ.. Mun nú láta heyra frá mér úr Þýskalandinu ef ég fæ aðgang að tövu sem ég reikna nú með..
Og að lokum vil ég þakka kærlega fyrir öll commentin á myndasíðunni.. Er í skýjunum yfir þessu.. Og Arna mín ég æfi stíft svo við getum haldið dúett tónleika.. Vá hvað það yrði uppselt.. Það myndi engin vilja missa af okkur tveim, þvílíkt show.. Sé þetta aveg fyrir mér..
Kveð í bili
Hrabba