sunnudagur, mars 19, 2006

Fimmtugsafmæli..

Ég og Viktor fórum í fimmtugsafmæli í gær sem var algjör snilld.. Þetta var í Holstebro og mættum við á svæðið 15.30 en þá fengum við umslag með 5000 kr.dk í spilapeningum og var búið að innrétta kasínó á staðnum.. Ekkert smá gaman og svo fengu allir einn og hálfan tíma til að spila og þeir tveir sem voru búnir að vinna mest fengu glæsileg verðlaun.. Ég mjög heppin að Viktor er ekkert mikið fyrir svona þannig að ég gat spilað fyrir alla peningana.. Ef ég ætti skítnóg af peningum þá myndi ég búa í kasínó.. Þvílík snilld en ég var ekki alveg að standa mig því að ég var nú frekar fljót að tapa öllum peningunum í Black Jack.. Það var síðan öllu liðinu hent upp í rútu og keyrt af stað og enduðum við í geðveikum sal þar sem var borin fram geðveikur matur og svo hljómsveit á eftir.. Þetta var ekkert smá gaman og ég get nú sagt ykkur það að ég var í afmæli með Lars Larsen Rúmfatalagersgæjanum sem á allt heila batteríið.. Sé hann alltaf fyrir mér í auglýsingunum "Jeg hedder Lars Larsen og jeg har et godt tilbud til dig" og svo er hann nefmæltur frá helvíti.. Ég væri sko alveg til í að eiga alla peningana hans..

Spiluðum svo í dag á móti Silkeborg og unnum bara með einu.. Vorum skelfilegar.. Ótrúlegt að ég hafi bara munað eftir að taka handboltaskónna mína með.. Það var allavega ekki margt annað sem kom með mér til Silkeborgar.. Ekki það að allt liðið var svo sem skelfilegt.. Ótrúlegt að vinna þegar við spilum svona skefilega.. En annars auðvitað ekkert að spila um.. Erum búnar að vinna þetta..

Annars er ég hætt að fara með Stig í rúmið sem er nú frekar slæmt.. Mjög skemmtileg lesning þar á ferð.. Hálf fúlt að vera búin með bókina.. Þarf að finna mér einhverja fleiri geðsjúklinga til að lesa um..

Farin í beddann með honum Vikka mínum..
Hrabba

Comments:
Heitir rúmfatalagersgaurinn ekki Jákup Jacobsen?
 
Það er gaurinn sem á allt utan Danmerkur....
Lars Larsen (sagt nefmælt) á JYSK í DK
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?