miðvikudagur, mars 15, 2006

Gestur númer 200.000

Það styttist í gest númer 200.000 á síðuna og það væri nú gaman ef sá eða sú myndi gefa sig fram.. Síðast fékk hún Arna mín verðlaun fyrir að vera gestur númer 111111 en það var frítt uppihald á Hótel Århus í viku.. Ekki amalegt það..

Verð svo aðeins að koma að sögunni um hann föður minn þegar hann kveikti í henni Dagnýju sinni.. Það hafa nú örugglega margir orðið smá hissa á þessu í testinu en þetta er sko ekkert grín.. Við sátum einu sinni öll (eða allavega mörg) fjölskyldan inni í eldhúsi þegar pabbi var eitthvað að leika sér með kveikjara.. Dagný stóð við hliðina á honum í peysu sem var mjög eldfim (hlýtur að vera).. Alla vega á einhvern ótrúlegan hátt þá stóð hún systir mín í ljósum logum á engum tíma.. Pabba brá svo mikið að hann reif Dögguna upp og fleygði henni í vaskinn.. Það var ekkert verið að reyna að taka hana úr peysunni neitt heldur stelpugreyinu bara fleygt í vaskinn og svo bara vatnið látið gossa yfir hana.. Man ennþá panikið inni í eldhúsinu í nokkrar sekúndur en það var nú fljótt að breytast í hlátur og var hlegið í marga daga eftir þetta (ekki það að ég er enn að hlæja að þessu).. Þvílík snilld.. Það eru nú til ófáar sögur úr Ósabakkanum..

Hanna er búin að lofa nýju testi um sjálfa sig.. Eins gott fyrir hana að standa við þetta. Ég hlakka mikið til að fá að taka test..

Ætla á date með Stig
Hrabba

Comments:
Já nú er það keppnis, væri ekki fínt ef ég myndi vinna þetta aftur...

p.s. þú verður að lána Óskari Stig
Kveðja
Arna
 
Arna mín það væri bara frábært.. Þú færð 2 vikur á Hótel Århus ef þú vinnur aftur..
Auðvitað lána ég Óskari Stig.. Hann er rosalegur..
Knús Hrabba
 
Bara bend á að Hólmgeir var no:200.000
 
Ég trúi ekki að ég hafi misst af þessu, en get líka bara alveg komið þó að ég hafi ekki unnið... Ferðin síðast lengdi tímann sem Benedikt var frískur um ca 2 mánuði...

Vonandi er hlaupabólan að síga á seinni hlutann.

Knús
Arna
 
Til hamingju Hólmgeir minn.. Ef þetta hefði verið sonurinn hefði ég sakað hann um svindl en ég hef nú ekki trú á að þú hafir svindlað.. Hólmgeir minn þú átt inni hjá mér frítt fæði og húsnæði í viku.. Þú ert alltaf velkomin.. Það er samt eitthvað sem segir mér að þú veljir Þýskalandið frekar en Danmörku..
 
Takk fyrir þetta glæsileg boð, ég er að hugsa um að láta Skúla þetta eftir, ef hann gefur mér gullpeninginn sem hann stal á sínum tíma.
ÍR-kveðja.
Hólmgeir
 
Hólmgeir minn ég verð nú að hryggja þig með því að gullmedalían týndist víst sama kvöld og henni var stolið.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?