fimmtudagur, mars 09, 2006
Klapp klapp...
Er búin að klappa fyrir sjálfri mér í 3 daga.. Á laugardaginn hjálpaði Hrannar mér að downloada einhverjum forritum til að ná í þætti. Mig vantar nefninlega O.C 2 seríu, þætti 11-19.. Ég rosa kát að vera komin með þetta í tölvuna hjá mér og næ í þátt nr.11 og byrja að downloada honum á laugardagskvöldið.. Eitthvað er tölvan hjá mér lengi að vinna því að þátturinn var ekki komin inn á tölvuna fyrr en á mánudagsmorgun en þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina hjá Hröbbunni þegar hún sá að þetta hafi tekist.. En það má nú ekki fagna of snemma því þegar ég ætlaði að fara að horfa á þáttinn þá var hann á SPÆNSKU... BRAVÓ... Pirr pirr.. Er búin að gefast upp. Daðinn minn verður að redda big syst..
Það nýjasta í Önju málunum er að hún sé að fara að taka við karlaliði Roskilde.. Er ekki að sjá það gerast.. Karlmenn í íþróttum gætu aldrei borið virðingu fyrir kvenkynsþjálfara.. Þeir eru alltof stoltir.. En það væri nú gaman að sjá hana kljást við það verkefni. Ég væri til í að sjá hana leiða heilt karlalið af velli í geðveikiskasti.. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur Anja brjáluð að strunsa af velli með 14 karlmenn á eftir sér.. Haha.. Þá ætti ég nú ekki annað eftir þegar ég væri búin að sjá það..
Hætt að bulla..
Hrabba
Það nýjasta í Önju málunum er að hún sé að fara að taka við karlaliði Roskilde.. Er ekki að sjá það gerast.. Karlmenn í íþróttum gætu aldrei borið virðingu fyrir kvenkynsþjálfara.. Þeir eru alltof stoltir.. En það væri nú gaman að sjá hana kljást við það verkefni. Ég væri til í að sjá hana leiða heilt karlalið af velli í geðveikiskasti.. Sjáiði þetta ekki fyrir ykkur Anja brjáluð að strunsa af velli með 14 karlmenn á eftir sér.. Haha.. Þá ætti ég nú ekki annað eftir þegar ég væri búin að sjá það..
Hætt að bulla..
Hrabba
Comments:
<< Home
Ég skil nú bara ekki afhverju leikurinn var ekki bara flautaður af og Álaborg dæmdur sigurinn eða eitthvað...fannst mjög spes að dómararnir biðu bara eftir að þær kæmu aftur eins og ekkert væri eðlilegra að lið strunsi út þegar 1 mín er eftir af fyrri hálfleik...en þetta var allavega mjög furðulegt að sjá þetta..knúsBegga
Já þetta var mjög fáránlegt allt saman.. Það er spurning hvort að það hafi haft eitthvað að segja að þetta var sjónvarpsleikur.. Ég er alveg sammála þér að auðvitað átti bara að flauta leikinn af.. En Begga mín það getur nú bara vel verið að við eigum eftir að lenda í einhverju svipuðu á næsta ári saman. hehe..
Skrifa ummæli
<< Home