miðvikudagur, mars 22, 2006

Loksins alvöru leikur..

Spiluðum áðan á móti Álaborg sem er eitt af 3 bestu liðunum í Danmörku.. Þær eru meira að segja komnar í undanúrslit í Champions League. Vorum smá tíma að komast inn í tempóið enda búnar að spila á móti mikið hægari liðum í allan vetur.. Vorum 7 undir í hálfleik en náðum strax að minnka muninn í byrjun seinni hálfleiks og vorum lengi vel 2 undir og mikil stemning í höllinni.. En nær komumst við ekki og endaði leikurinn 24-21 fyrir þeim.. Fín úrslit fannst flestum en ég er bara drullu svekkt.. Það var samt frábært að Álaborg þurfti að spila á sínu sterkasta liði allan tímann (fyrir utan meiddu leikmennina).. En voru með 8 klassa leikmenn og höfðu svo tekið einhverja kjúlla með sem áttu að fá að spreyta sig.. Það varð nú ekkert úr því og var geðsjúki þjálfarinn þeirra orðinn mikið stressaður í lokin.. Mér gekk fínt, var með 10 en fékk nú bara að spila helminginn af leiknum.. Það virðist vera algjört möst að taka mig útaf þegar ég byrja að skora.. Mér gæti kannski gengið of vel.. Gæti stundum rotað mann og annan.. Þetta er alltaf að gerast.. En svona er boltinn stundum, ekki alltaf sanngjarn..

Viktoría búin að fá nýtt hjól og er þvílíkt sátt við lífið og tilveruna.. Það voru auðvitað keyptar prinsessu hjólagrifflur svo að hún geti nú lúkkað vel.. Það ríkir svo mikil spenna á heimilinu því á föstudaginn er sirkus sýning í leikskólanum.. Mín búin að vera að æfa á fullu og foreldrarnir að tapa sér af spenningi.. Hún verður örugglega sett í einhver rosaleg áhættuatriði enda djörf með eindæmum... einmitt..

En jæja hætt að bulla
Hrabba pirr pirr

Comments:
Ha, sirkus? Er þetta æft? Þetta hlýtur að vera æft? ...
Viktor skilur þennan;-)
Gangi þér vel snúlla, veit þú stendur þig!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?