sunnudagur, mars 12, 2006

Mamma mamma það er eldur í eldhúsinu..

Já hvað er meira hressandi en að vakna upp við að það sé kviknað í.. Klukkan 10.30 í gærmorgun kom Viktoría hlaupandi inn í herbergi og sagði mér að það væri eldur í eldhúsinu.. Þetta gat nú ekki verið svo slæmt þannig að ég ætlaði nú bara að redda þessu.. Ég þurfti nú ekki meira en að labba út úr herberginu þegar ég sá allt dökkgrátt í reyk á ganginum.. Gargaði Viktor á fætur og hljóp inn í eldhús þar sem ég sá að það var sem betur fer bara komin eldur í pizzukassa.. Viktor brá jafn mikið og mér þegar hann kom út úr herberginu og kallaði á mig að hringja í slökkviliðið.. Mér fannst það nú ekki alveg málið og ekki honum heldur þegar hann sá að þetta var sem betur fer ekki meira en bara pizzukassi.. En það mátti litlu muna að verr færi.. Þetta leit allavega mjög illa út svona í fyrstu og eiginlega ótrúlegt hvað mikill reykur kom í húsið.. Í gær var nammidagur og því vaknaði fröken hlaupabóla alltof snemma eða kl.7 (sem hún gerir aldrei).. Foreldrarnir voru að sjálfsögðu ekki að nenna að fara á fætur þannig að ég gaf henni morgunmat og fór aftur að sofa á meðan hún horfði á teiknimyndir.. En þar sem það var nammidagur þá klifraði mín nokkrum sinnum upp í nammiskáp og var svo heppin að kveikja á einni hellunni í eitt skiptið.. Ofan á hellunni var risastór pizzukassi frá kvöldinu áður og var þessi ágæti pappakassi ekki að þola allan hitann þannig að það kviknaði bara í honum..

Spiluðum áðan á móti VRI og unnum 47-20 og tryggðum okkur sigurinn í deildinni og úrvalsdeildarsæti á næsta ári.. Þetta var rosa gaman og var skotið upp úr nokkrum kampavínsflöskum og við fengum allar rosa flottar derhúfur með áletraða: We are back!
með gullstöfum að sjálfsögðu.. Allir sponsarnir okkar voru í svörtum bolum með gylltri merkingu: Vi vil ha' 1000 mål.. En það er nýja markmiðið okkar að ná að skora 1000 mörk á tímabilinu.. Við eigum tvo leiki eftir og vantar 79 mörk þannig að það er möguleiki á að ná þessu.. Markatalan okkar núna er 921-530 sem er auðvitað bara rugl.. Næsta lið er búið að skora 200 mörkum minna.. Við erum svo líka búnar að fá fæst mörk á okkur.. Þetta var allavega rosa fjör en við vorum annars ekkert mikið að fagna í kvöld, fórum bara út að borða.. Það verður svo tekið á því eftir síðasta leik þann 26.mars..

Kellan kveður í bili og verð víst að biðjast afsökunar á mjög svo erfiðu prófi hérna fyrir neðan.. Ég hendi inn öðru aðeins léttara síðar.. Sorry Brynja mín ég er alveg að skilja þig, keppnis.. En Erla sló samt öllum við og náði 0.. Finnst það geðveikt fyndið.. Ótrúlegt að geta ekki grísast á eina rétta..

Hrabba

Comments:
til lykke!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?