sunnudagur, mars 05, 2006

Snilldarhelgi að baki..

Á föstudaginn komu Davíð og Diljá til okkar og verða þau hjá okkur þangað til á miðvikudaginn..
Í gær var svo stóri dagurinn.. Hin undurfagra mær, Guðný Helga Herbertsdóttir, var búin að skipuleggja heljarinnar matarboð sem hún hélt heima hjá mér (mjög sniðugt).. Við fengum reyndar að vera smá með í skipulagningunni.. Við vorum hérna 10 fullorðnir og 7 börn og þvílíkur snilldardagur.. Guðný kom hingað um 12 á hádegi og fórum við stöllur að versla.. Já ég get nú sagt ykkur það að það getur verið mjög hressandi að fara í búðir með fegurðardrottningu.. Fórum til slátrarans til að láta úrbeina íslenska lambalærið okkar og haldiði ekki að Guðný hafi labbað út með nafnspjald slátrarans sem b.t.w. heitir Yosaeff (hvaðan ætli hann komi?).. Hann var svo skotin í henni að hann ætlaði ekki einu sinni að láta okkur borga.. Ég stefni að því að fara oftar með Guðnýju að versla..
Karlmennirnir í hópnum fóru svo með börnin í Hoppeloppeland og voru þar allan daginn á meðan við kellurnar elduðum matinn og var þetta ekkert smá hlaðborð sem var undirbúið.. Á matseðlinum var fyllt íslenskt lambalæri, humar með hvítlauksostabráð, kjúklingur í hnetusósu og sushi ásamt auðvitað öllu meðlæti.. Þetta var ólýsanlega gott allt saman og ég er búin að vera í paradís í dag í afgöngunum.. Hann Júlíus minn hefði örugglega verið til í að drepa einhvern fyrir þetta matarboð..
Þetta gekk alveg ótrúlega vel með alla þessa gríslinga, náðum að svæfa þau öll og spila og hafa það huggulegt.. Það verður pottþétt haldið svona matarboð aftur..

Í dag var svo leikur á móti Ringsted sem eru í 3 sæti í deildinni.. Unnum hann örugglega með 15 mörkum og verðum því bara að vinna botnliðið á sunnudaginn til að tryggja okkur efsta sætið og úrvalsdeildarsætið..

Slagelse lið Önju Andersen tapaði sínum fyrsta leik í dag í deildinni á móti Álaborg.. Kellan sem kann ekki að tapa snappaði í dag og labbaði með liðið útaf rétt fyrir hálfleik en þá voru þær 10 mörkum undir.. Ég veit ekki hvað varð til þess að þær komu aftur inn á völlinn en þetta á eftir að kosta hana mikið.. Fær örugglega langt bann og háa sekt.. Kemur í ljós á næstu dögum..

Nóg í bili
Hrabba

Comments:
Ohhh hvað ég hefði verið til í að vera hjá ykkur...þvílík veisla.
Ef ég man rétt þá á hann fósturfaðir minn afmæli um þessar mundir og vil ég senda honum kossa og knús yfir höfin 7!
Til lukku elsku Viktor minn með afmælið.
Matta
 
Elsku þið... ástarþakkir fyrir frábæra veislu! Alveg sammála að þetta verður að endurtaka...

Á Vikki Hólm afmæli??? Ef svo er þá splæsi ég einum beint á munninn í tilefni dagsins.

knus,
Gudda
 
Til hamingju með afmælið í gær:-). Kellan hefur alveg örugglega skellt í einn marengs fyrir kallinn sinn ef maður þekkir hana rétt.
Flottar nýju myndirnar, hnéið sló í gegn!
Hlakka til að heyra lýsingarnar frá afmælinu og svo verður Hrabban nú að koma með komment á Anne, Slagelse þjálfara (ef hún hefði ekki verði nafngreind og hennar lið, þá hefði mig alveg grunað einhverja aðra sem spilar í DK)
 
Vááááá HVað á þetta að þíða Guðný og Hrafnhildur: Það er nú í lagi að bjóða Forstjóranum og Konu hans ! En verði ykkur að góðu til hamingju með Afmælið VIktor og það er best að kyssa þig hverjir eru sammála því ?
 
Viktor þakkar kveðjurnar.. Erna auðvitað skellti kellan í marengs. En það var ekkert afmæli því þá hefði hann þurft að deila kökunni..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?