mánudagur, mars 27, 2006

Tímabilið búið..

Já þá er enn eitt tímabilið búið.. Ótrúlegt að ég sé búin að spila fjögur heil tímabil hérna í Danaveldi.. Þetta er ekkert smá fljótt að líða.. Unnum síðasta leikinn í gær 40-24 á móti liðinu sem við slysuðumst til að tapa fyrir í oktober.. Sýndum það að við erum auðvitað miklu miklu betri.. Það var svo haldin rosalegur matur fyrir okkur allar og alla í kring (böns af sponsom).. Þetta endaði í smá skralli og voru margir búnir að taka sér frí í vinnunni.. Ég vildi það nú ekki þar sem ég verð mikið fjarverandi útaf landsliðinu á næstunni.. Það mun svo skýrast á næstu dögum hver liðsaukinn verður á næsta tímabili.. Það er búið að lofa stóru allavega..

Mamma datt svo heldur betur í lukkupottinn um helgina.. Var á árshátíð hjá Ekrunni, fyrirtæki pabba og Daða og haldiði að mútta hafi ekki unnið aðal happadrættisvinninginn.. Sagði sjálf að hún hefði fagnað eins og íslandsmeistari og ég er alveg að sjá það fyrir mér.. Ég spurði hana hvernig Daði hefði brugðist við og hrópaði hann víst bara mamma,mammma,mamma.. Það bendir því allt til þess að hann hafi verið mjög ölvaður því annars hefði hann hent sér undir borð í fagnaðarlátum múttunnar..

Annars bara allir hressir og kátir..
Hrabba

Comments:
Hver var svo vinningurinn??
hils Tinna
 
já nákvæmlega ég var líka að drepast úr forvitni..en sprakk úr hlátri yfir Daða og mömmu þinni. hahahaha
Hilsen Minna
 
Vá hvernig gat ég gleymt aðal málinu.. Hún vann flugmiða fyrir tvo til evrópu.. Það var sko ekkert að ástæðulausu að fagnaðarlætin urðu svona mikil..
 
Til hamingju með sigurinn..og já bara tímabilið allt! Auðvitað eruð þið bestar!!
og hamingjuóskir á múttuna, þið eruð keppnis..
Matta
 
Takk dóttir sæl.. Hlakka til að koma heim og spila við þig..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?