fimmtudagur, apríl 13, 2006
Eibban í heimsókn..
Kom í gær með Lúkas töffara og verða þau hjá okkur til sunnudags.. Það er auðvitað búið að plana allan tímann og að sjálfsögðu plana hvað á að vera í matinn alla dagana. Fórum í dag í Leikland í Vejle og skemmtum okkur mjög vel.. Á morgun ætlum við í dýragarð og svo tívolí á laugardaginn..
Annars ætlaði ég bara að óska ykkur gleðilega páska og hafið það rosa gott og reynið að éta meira en ég.. Ég kem sterk inn eftir páska í skrifunum.. Þarf að losa mig við marið á enninu svo hausinn fari að virka aftur.. Eins og það eigi eftir að gerast..
Kveðja
Hrabba
P.S Einar hetja ég gat sett myndir inn á ipodinn en get ekki sett inn video ennþá.. Viltu ekki bara kíkja í heimsókn?
Annars ætlaði ég bara að óska ykkur gleðilega páska og hafið það rosa gott og reynið að éta meira en ég.. Ég kem sterk inn eftir páska í skrifunum.. Þarf að losa mig við marið á enninu svo hausinn fari að virka aftur.. Eins og það eigi eftir að gerast..
Kveðja
Hrabba
P.S Einar hetja ég gat sett myndir inn á ipodinn en get ekki sett inn video ennþá.. Viltu ekki bara kíkja í heimsókn?