mánudagur, apríl 24, 2006
Þetta er að ganga upp..
Vaknaði 08.30 í morgun raddlaus (Skrámur öfundar mig) og það fyrsta sem ég gerði var auðvitað að hringja í fasteignasalann og segja honum að ÉG væri að fara að kaupa þetta hús.. Lét svo mann úr klúbbnum hringja strax á eftir og tala við hann.. Fasteignasalinn hringdi svo aðeins seinna og spurði hvort að ég gæti mætt á miðvikudaginn að skrifa undir.. Hélt það nú.. En það er eins gott að fagna ekki fyrr en búið er að skrifa undir.. Hef nú svo sem verið tekin í þurrt áður (Viktor er að spá í að gefa skólastjóranum sleipiefni í jólagjöf svona ef hann ætlaði að taka fleiri en okkur í framtíðinni).. Við eigum svo fund með bankanum á morgun kl.14 sem ætti að ganga upp.. Pappírarnir líta vel út og svo eru þeir stór sponsor í klúbbnum og meira að segja persónulegur sponsor hjá mér..
En svona fyrir ykkur sem langar að kíkja á húsið þá er það hér..
Skrámur kveður
En svona fyrir ykkur sem langar að kíkja á húsið þá er það hér..
Skrámur kveður
Comments:
<< Home
vááá húsið er geggjað...getið sko aldeilis innréttað prinsessu herbergi þarna :) sendi áfram góða strauma...Begga
Það er ekki hægt annað en að falla fyrir svona villu!! Þetta er glæsilegt! Það er nú hægt að kyrja nokkra söngva og spila nokkra kapla í þessari stofu :)
...ps. ég þekki það að vera Skrámur, vont í fyrstu en venst furðu vel.
Dagur eitt, punktur. Kæri Jóli..
Matta
...ps. ég þekki það að vera Skrámur, vont í fyrstu en venst furðu vel.
Dagur eitt, punktur. Kæri Jóli..
Matta
Hæ hæ, mér lýst rosalega vel á þetta. Vonandi fáið þið húsið, ég krosslegg fingur fyrir ykkur. Þið verðið svo að kíkja á nýju íbúðina hjá stráknum þegar þið komið heim. Hilsen Steini
Þetta er ekkert smá flott hús, skil vel að þið hafir fallið fyrir þessu. Get alveg pínt mig í að koma í heimsókn þangað. Krossa putta fyrir ykkur.
Arna
Arna
Það er nú alveg hægt að koma þangað í "smá skreppuheimsókn" á föstudegi en fara ekkert fyrr en á sunnudegi....if u know what i mean.... hihi
Hilsen Tinna
Hilsen Tinna
crazy hús, kannski bara að maður fari þá að kíkja í heimsókn :-) ég þrýsti þumlum ein og þjóðverjarnir segja :-) (það er semsagt krosslegg fingur)
kv. John
Skrifa ummæli
kv. John
<< Home