laugardagur, apríl 01, 2006
Gengur vel að spreða..
Já er að gera mjög gott mót hérna í Þýskalandi.. Búin að kaupa mér fullt af nauðsynlegum hlutum og ekkert smá ánægð með kaupin.. Viktor minn bara heima í Danmörku að vinna aukavinnu svo ég geti nú spreðað..
Annars margt skondið hérna í Þýskalandi.. Hártískan það versta, skil nú Elfu og Eivor að þær skuli vera að peppa sig endalaust upp í að fara inn á þýska hárgreiðslustofu.. Ég mynsi fyrr snoða mig sjálf en að fara í klippingu hérna.. Hárið á þessum þjóðverjum er hreinn viðbjóður og það eru varla til undantekningar að fólk sé með fínt hár hérna.. Það er líka mjög fyndið að horfa á Bundesliguna í handboltanum því að það er hægt að spotta út alla þjóðverja á hárinu einu saman.. Það væri gaman að vita hvað þeim finnst um fólk eins og okkur, við erum örugglega hrikalega hallærisleg í þeirra augum...
Svo er nú annað frábært hérna en það eru bílastæði sem eru sérmerkt fyrir konur og eru að sjálfsögðu bestu bílastæðin fyrir utan fatlaðra bílastæði.. Hvað er það?? En þetta er auðvitað mjög klókt þar sem við konurnar erum auðvitað bestu viðskiptavinirnir í mollunum og mjög mikilvægt að við fáum stæði.. Svo eru önnur stæði merkt fjölskyldum.. Spáið í hvað það hlýtur að vera ömurlegt að vera piparsveinn í leit að stæði.. Enginn smá minnihlutahópur þar á ferð þegar kemur að því að leggja í stæði, haha..
Hittum svo Eibbuna mína, Lúkas æði pæði og járnkarlinn Alex.. Voða gaman að hitta þau og Lúkas bara snillingur.. Það verður ekkert smá gaman að fá hann til Danmerkur og fara með hann í Hoppuloppuland og fleira skemmtilegt..
Litli frændi búin að vera pínu slappur síðan moster kom.. Búin að vera með hita greyið litla en er allur að koma til.. Búinn að stækka rosalega mikið og er auðvitað bara flottastur..
Og svona aðeins að boltanum.. Danski landsliðsmarkmaðurinn, Karin Mortensen, búin að skrifa undir hjá okkur.. Engin smá fengur þar og það verður mjög spennandi fyrir Beggu að vinna með henni og ég tala ekki um að slá hana út.. Þannig að við erum orðnar mjög vel settar í stöðu markvarðar.. Svo segjast þeir ætla að kaupa tvær stjörnur í viðbót, örugglega eina sem ég get slegið út.. Núna er bara að bíða og sjá hverjar koma..
Farin að knúsa litla frænda og Dísina mína
Hrabba
Annars margt skondið hérna í Þýskalandi.. Hártískan það versta, skil nú Elfu og Eivor að þær skuli vera að peppa sig endalaust upp í að fara inn á þýska hárgreiðslustofu.. Ég mynsi fyrr snoða mig sjálf en að fara í klippingu hérna.. Hárið á þessum þjóðverjum er hreinn viðbjóður og það eru varla til undantekningar að fólk sé með fínt hár hérna.. Það er líka mjög fyndið að horfa á Bundesliguna í handboltanum því að það er hægt að spotta út alla þjóðverja á hárinu einu saman.. Það væri gaman að vita hvað þeim finnst um fólk eins og okkur, við erum örugglega hrikalega hallærisleg í þeirra augum...
Svo er nú annað frábært hérna en það eru bílastæði sem eru sérmerkt fyrir konur og eru að sjálfsögðu bestu bílastæðin fyrir utan fatlaðra bílastæði.. Hvað er það?? En þetta er auðvitað mjög klókt þar sem við konurnar erum auðvitað bestu viðskiptavinirnir í mollunum og mjög mikilvægt að við fáum stæði.. Svo eru önnur stæði merkt fjölskyldum.. Spáið í hvað það hlýtur að vera ömurlegt að vera piparsveinn í leit að stæði.. Enginn smá minnihlutahópur þar á ferð þegar kemur að því að leggja í stæði, haha..
Hittum svo Eibbuna mína, Lúkas æði pæði og járnkarlinn Alex.. Voða gaman að hitta þau og Lúkas bara snillingur.. Það verður ekkert smá gaman að fá hann til Danmerkur og fara með hann í Hoppuloppuland og fleira skemmtilegt..
Litli frændi búin að vera pínu slappur síðan moster kom.. Búin að vera með hita greyið litla en er allur að koma til.. Búinn að stækka rosalega mikið og er auðvitað bara flottastur..
Og svona aðeins að boltanum.. Danski landsliðsmarkmaðurinn, Karin Mortensen, búin að skrifa undir hjá okkur.. Engin smá fengur þar og það verður mjög spennandi fyrir Beggu að vinna með henni og ég tala ekki um að slá hana út.. Þannig að við erum orðnar mjög vel settar í stöðu markvarðar.. Svo segjast þeir ætla að kaupa tvær stjörnur í viðbót, örugglega eina sem ég get slegið út.. Núna er bara að bíða og sjá hverjar koma..
Farin að knúsa litla frænda og Dísina mína
Hrabba
Comments:
<< Home
þetta er snilld með bílastæðin...held að frauplads sé komið til vegna þess að það er svo oft búið að nauðga konum í svona bílastæðahúsum, sérstaklega ef þær þurfa að ganga langt og leita að bílnum....ánægð með þig að vera að spreða...")
Þú veist allt snillingur.. En spáðu í hvað þetta er frábært fyrir þig.. Mundu bara eftir að þú mátt ekki taka Robba með því þá máttu ekki leggja í frúarstæði..
Skrifa ummæli
<< Home