mánudagur, apríl 10, 2006

Lifði af án internetsins..

Og það í heila viku.. Ótrúlegur árangur það.. Komin heim frá Tékklandi úr ágætis ferð.. Alltaf gaman að heyra allt nýja slúðrið.. Hanna bara ólétt og á leið í Stjörnuna.. Er ekki í lagi með fólk?? Svo var nú mikið talað um spjallið á sportinu og það nýjasta þar.. Vá hvað fólk getur verið vangefið.. Það er svo mikið til af illa innrættu og viðbjóðis fólki að það væri best geymt á eyðieyju.. En ekki það að auðvitað á fólk ekki að fara inn á þetta spjall.. Ég hef ekki farið inn á það í tvö ár því ég verð alltaf svo pirruð á að lesa þetta.. Fékk algjöran viðbjóð þegar allir voru í keppni í að rakka Loga Geirs niður.. Því fólki hlýtur að líða rosalega illa í velgengni hans núna.. Þetta er auðvitað bara fólk með brjálæðislega minnimáttarkennd sem meikar ekki að aðrir séu betri.. Það væri auðvitað bara snilld ef að Kári Stefáns myndi nú láta verða að því að rannsaka þetta öfundsýkisgen í Íslendingum.. Það gæti verið mjög skemmtileg eða heldur leiðinleg útkoma..

Flestir sem lesa þessa síðu vita að ég missti af fluginu um daginn.. Dramað hélt áfram í gær þar sem fluginu var aflýst og ég átti að gista á hóteli í nótt og taka flug í morgun með millilendingu.. Nei takk ég var ekki að fara að taka þátt í því.. Sagði honum að koma mér til Danmerkur hið snarasta og endaði það með flugi til Köben í stað Billund sem þýddi að við þurftum að taka 4 tíma næturlest (fer extra hægt á nóttunni) og vorum ekki komnar heim fyrr en 4 í nótt í stað 22 í gærkvöldi.. En ég er allavega komin heim og búin að sofa fullt og meira að segja setja myndir á myndasíðuna frá ferðinni.. Endilega kíkið við..

Farin í háttinn..
Hrabba

Comments:
Sæl Elskan vildi bara láta þig vita ef þú veist það ekki nú þegar að Þrándur er orðin videoblogg stjarna Íslands og þú getur kíkt á vitleysuna í honum á sirkus.is.Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur.

Kveðja Enika
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?