sunnudagur, apríl 30, 2006

Múnari dagsins: Hrabba Skúla..

Já dagurinn í dag hverður lengi í minnum hafður.. Það var einhver rosa hjólreiðaviðburður í Århus í dag og áttum við stelpurnar í liðinu ásamt einhverjum bæjarfulltrúa að hjóla fyrstar af stað og starta þessu og svo eftir nokkur hundruð metra áttum við að beygja í aðra átt á meðan alvaran byrjaði.. Ég hélt fyrst að þetta væri bara svona eins og Reykjavíkurmaraþonið (svona flestir komnir bara til að vera með og "hygge sig").. En nei nei þarna voru mættir Bjarne Riis og félagar hans hjá CSC og endalaust af einhverjum svaka liðum frá öllum löndum.. Þetta var sem sagt svona alvöru alvöru og bílarnir út um allt með extra hjól á toppnum og svona.. Þessir hjólagæjar eru auðvitað bara snilld í þessum þröngu glansbúningum sínum, flestir undir 160cm og 55kg og búnir að raka mjög vel á sér lappirnar og maka þeim inn í olíu.. Við auðvitað eins og vitleysingar þarna innan um þá á bæjarhjólum (setur 20 dkr og færð þær svo tilbaka þegar þú skilar þeim).. En allavega þá átti þetta nú eftir að versna (eða allavega verða fyndnara) því um leið og við lögðum af stað á eftir einhverri lúðrasveit þá komu allir þessir vitleysingar og umkringdu okkur þannig að ef maður hefði misst smá stjórn á hjólinu þá hefði maður nú bara velt þessum hjólanördum niður eins og domino kubbum... En sem betur fer þá gerðist það nú ekki en haldiði ekki að einn CSC gaurinn hafi hjólað alveg upp við mig og tekið aftan í buxnastrenginn hjá mér og kippt niður um mig buxunum (náði nú samt bara annari hliðinni þ.e.a.s. önnur rasskinnin náði bara að sjást.. Gæjinn auðvitað að drepast úr hlátri af eigin fyndni.. Ekki það að ég hló nú örugglega manna mest.. Þetta var bara svona móment sem hefði þurft að nást á filmu.. Shit hvað þetta var fyndið.. Já en ég er allavega búin að hjóla með öllum þessum aðal og meira að segja múna á einhverja þeirra... hahaha.. Sko Drífa get djellös..

Eftir bossasýninguna fórum við svo í tívolí með Viktoríu og Köru og skemmtu þær sér konunglega..

Á morgun er svo prinsessupartý fyrir leikskólavinkonur Viktoríu.. Mikil tilhlökkun..

Frú bossi kveður
Hrabba

Comments:
aha ha ha ha.. hvað gekk manninum eiginlega til ? -Það þarf enga filmu Hrabba, frásögnin í þínum höndum lifnar alveg við, og ég heyri hláturinn þinn.. og sé rassinn.. aha ha ha..
 
Hahahahhaah þú ert engri lík!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?