föstudagur, apríl 28, 2006

Síðasti dagurinn á leikskólanum í dag..

Já þá er dramað búið í bili.. Kvaddi í dag á leikskólanum en það getur verið að ég fari að vinna þar aftur í byrjun ágúst.. Ætla fyrst að athuga hvort það sé eitthvað að finna í Trige þar sem við munum búa.. Fólkið virðist farið að þekkja mig ágætlega því ég fékk allt í allt rúm 2 kíló af súkkulaði í kveðjugjöf.. Það þarf því ekki að fylla nammiskápinn í mjög langan tíma..

Við mæðgur munum svo bara hafa það rosa gott hérna heima þangað til við komum heim til Íslands á fimmtudaginn.. Búnar að bjóða öllum stelpunum úr leikskólanum hennar Viktoríu í prinsessupartý..

Á morgun ætlum við svo að fara til dönsku fjölskyldunnar minnar í Hedensted og borða þar.. Kara besta vinkona Viktoríu ætlar að koma með okkur og sofa svo hjá Viktoríu.. Brjáluð spenna fyrir því auðvitað..

Góða helgi öll sömul
Hrabba

P.S Eivor setti þennan prumplink inn á síðuna sína um daginn og þetta verður bara fyndnara og fyndnara..

Comments:
þetta prump er alveg að bjarga mér....ef ég þarf að hress mig við horfi ég bara á þetta nokkrum sinnum :) Til hamingju aftur með íbúðina.

risa þrítugsknús frá okkur öllum í obernburg

p.s.pakkarnir verða opnaðir í kvöld
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?