mánudagur, apríl 17, 2006

Sjálboðið er góðum gesti..

Já þetta er málshátturinn úr páskaegginu mínu.. Á ekkert smá vel við mig.. Eivor benti á að auðvitað var þetta um hana sem er nú mikið rétt.. Erum búin að vera hálf einmanna í kotinu eftir að Eivor og Lúkas fóru.. Viktor vildi endilega fara að bjóða einhverjum í mat og helst í gær.. Við erum auðvitað ekkert eðlileg.. Við gætum auðveldlega verið með gesti allt árið.. Það þurfa fleiri að fara að panta.. Og einhver sem þorir með mér í frítt fall í tívolíinu (sem sagt ekki þú Hanna mín).. Er búin að lofa því að ég fari í sumar og það er nú eins gott að standa við það..

Svo er það bara vinna á morgun eftir mjög langt frí.. En það verður nú fínt að komast í vinnuna aftur og svo á ég bara 2 vikur eftir og þá er ég hætt í bili.. Búin að segja stöðunni minni upp en verð svo ráðin aftur í ágúst.. Ætla að minnka við mig vinnu, mjög eðlilegt, fer sem sagt úr 20 tímum í 12-14.. Vinn bara tvisvar í viku sem verður fínt því við munum æfa stundum tvisvar á dag á næsta tímabili.. Ég sem var algjör vinnualki á Íslandi er að verða danskur aumingi.. Nú á ég bara eftir að fara í veikindaleyfi vegna stress og þá er ég búin að toppa þetta.. Ég á aldrei eftir að geta vanist nútíma íslensku geðveikisþjóðfélagi.. Er að plata Viktor í að fara að byggja bráðum hús í Danmörku og búa hér allavega í 10 ár í viðbót.. Er ekki alveg búin að selja honum hugmyndina..

Annars bara fínt að frétta af okkur..
Hrabba

Comments:
Ég er svo mikið til í að fara með þér í frítt fall, er enn að sjá eftir að hafa ekki farið síðast. Best að ég fari að panta, annars held ég að það sé best að ég flytji bara til Danmerkur svo við getum gert allt sem okkur langar að gera saman, t.d. fara og sjá Línu, Emil, Kalla og félaga. Væri það ekki bara góð hugmynd.

Kveðja
Arna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?