mánudagur, maí 29, 2006

Ég hata að TAPA...

Hrikalega súrt tap á móti Makedóníu staðreynd og það á eftir að taka langan tíma að jafna sig á þessu.. Ótrúlegt að geta spilað mjög vel í 35 mín og vera 4 mörkum yfir og detta svo niður á svona lágt plan.. Hraðinn datt niður hjá okkur og það boðar aldrei gott hjá okkur.. Fórum að gera allt of mikið af fáránlegum mistökum sem kostar alltaf mark í bakið.. Nú þurfum við bara að fara fjallabaksleiðina og vinna þær úti.. Það er bara enn skemmtilegra..

Förum út til Makedóníu á fimmtudaginn og spilum á laugardaginn.. Þið sem hafið í ykkur góða strauma megið endilega senda þá..

Mest svekkjandi við þetta tap er að vita til þess hvað mörgum líður vel með það.. Það er ótrúlega mikið af fólki (og það tengt boltanum) sem er við það að missa úr sér þegar við töpum.. Ótrúlegt hvað mikið er til af illa innrættu fólki.. Og það versta við það að þegar vel gengur þá er allt gert til að eyðileggja það.. Eins og t.d sigurinn á móti Rúmeníu sem við unnum í október, tveimur mánuðum áður en þær lentu svo í öðru sæti á HM.. Það var auðvitað strax komið að það hefði bara verið B-liðið þeirra... Það vantaði einhverja 2 leikmenn og það er ekki eins og Rúmenía eigi ekki góða staðgengla í allar stöður.. Þetta var bara frábær sigur sem hefði alveg mátt leyfa okkur að njóta.. Og það er nú ekki eins og sigrarnir séu það rosalega margir að það þurfi að eyðileggja þá þegar þeir koma..

Það var sama upp á teningnum síðasta sumar þegar við kepptum tvo jafna leiki við Holland en töpuðum báðum.. Þá var maður alltaf að heyra hversu hræðilegt það væri að tapa á móti Hollandi eins og þær gætu "eitthvað" í handbolta.. Það kom svo á daginn að þær lentu í 5 sæti á HM.. En það er svo sem sama hvað gerist þetta ljóta leiðinlega fólk verður alltaf til staðar og því miður heyrist einhvern veginn alltaf hæst í því.. Það þarf bara að læra að loka eyrunum stundum eða bara eins og snillingurinn Óli Stef sagði einu sinni í viðtali að hann læsi aldrei gagnrýni eftir leik því það á auðvitað bara að vera nóg að gagnrýna sig sjálfur.. Maður veit alltaf sjálfur hvað maður gerir vel og hvað illa og hvað betur megi fara..

Jæja hætt í þessu svekkelsi.. Og guð geymi ykkur vel innrætta fólk, hehe..
Hrabba

fimmtudagur, maí 18, 2006

Sigur og tap..

Loksins unnum við Holland og í frábærum leik.. Ljúft að vinna þær loksins eftir að vera búnar að tapa fyrir þeim margoft með 1-4 mörkum..
Leiðinlegt að geta svo ekki fylgt því eftir og unnið seinni leikinn en hann var vægast sagt skelfilegur.. Nú er bara að bæta fyrir þann leik eftir helgi en við förum til Hollands á sunnudaginn og spilum tvo leiki þar..

Var að klára að horfa á Eurovision.. Hef aldrei upplifað annað eins, bara púað á stjörnuna okkar.. Spáið í því að láta 20 þús manns púa á sig.. Ég hefði dáið þarna á sviðinu.. Evrópa var allavega ekki tilbúin fyrir þennan húmor.. Það verður gaman að sjá hvað gerist í kjölfarið.. Hún er nú allavega með hugmyndaflug hún Silvía..

Núna er ég að undirbúa rosa ratleik fyrir Klaufarfrændsystkinin.. Þetta á eftir að vera hrikalega fyndið og nóg verður til af myndum eftir morgundaginn.. Segi nánar frá þessu seinna..

Kveðja
Hrabba

mánudagur, maí 15, 2006

Er á lífi.

Og búin að fara á HSÍ hófið sem var bara mjög skemmtilegt.. Alltaf gaman að hitta alla.. Var auðvitað edrú eins og alltaf og fór heim snemma enda landsleikur á morgun á móti Hollandi. Alveg komin tími á að vinna þær..

Í gærkvöldi fórum við svo á Litlu Hryllingsbúðina með tengdó.. Viktoría ekkert smá ánægð með þetta og stóð sig eins og hetja (þurfti að vera meiri hetja enn mamma sín sem dó úr hræðslu þegar hún sá þetta í gamla daga).. Hún talaði svo við pabba sinn í símann í gærkvöldi og Viktor var við það að andast úr hlátri því Viktoría hafði sagt honum frá konunni sem lék plöntuna: "Hún heitir Andrea Gylfadóttir og veistu hvað pabbi? Það vantaði í hana eina tönn í miðjunni.. Ég hef aldrei séð fullorðinn sem vantar í eina tönn í miðjunni.." Hún er auðvitað snillingur þessi elska..

Annars bara rólegt hjá okkur mæðgum..
Hrabba

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ekkert að gerast..

Nema jú kannski það að Hólmgeir hetja var í blöðunum í gær eftir að hafa elt uppi bófa sem voru að flýja með tvær tölvur úr Æsufelli.. Það hefði nú verið aldeilis gott að hafa Hólmgeir í Árósunum þann 7.des 2005.. Gullmolinn Hólmgeir er sem sagt maður vikunnar.. Nú þarf bara að fara að díla við hann og fá hann sem húsvörð í nýja húsinu mínu..

Annars frekar lítið að gerast hjá mér.. Dagný og Drífa áttu afmæli í gær og var haldið upp á það á Indókína.. Frábær matur þar en verst að stóllinn hennar Dagnýjar var auður.. En henni leið samt betur bara að vita til þess að við vorum að fagna afmælisdeginum hennar..

Svo er bara mest lítið að gera á daginn.. Ég og Viktoría að reyna að finna okkur eitthvað til dundurs.. Allir í vinnu eða próflestri.. Svo er bara alltaf æfing kl.17.15.. Það er sem sagt dagskráin hjá mér á hverjum degi.. Ætla að biðja ykkur um að vera ekki mikið að trufla mig..

En það verður nú fjör í kvöld þar sem ég er að fara hitta Örnu, Eniku og Steffí..

Má ekkert vera að þessu..
Kveðja
Hrabba upptekna

mánudagur, maí 08, 2006

Vissuð þið þetta????

Varð að stela þessu frá henni Söndru, vinkonu Hönnu Lóu, sem er full af gagnlausum upplýsingum.. Orri ætti að geta bætt við allavega öðrum 65.. Koma svo Orri..

1. TYPEWRITER er lengsta orðið sem er hægt að skrifa með bara einni línu á lyklaborðinu.

2. Marilyn Monroe var með sex tær á vinstri fæti.

3. Árlega deyja um 100 manns af völdum kúlupenna.

4. Þegar Coca Cola kom fyrst, þá innihélt það kókaín og var grænt á litinn.

5. 40% af hagnaði McDonald's fæst með sölu barnaboxa.

6. Það eru meiri líkur á að þú munir deyja af völdum korktappa úr freyðivínsflösku en af köngulóarbiti.

7. Bandarísk flugfélög týna samtals 200 töskum á meðaldegi.

8. Yngsti páfi sögunnar var 11 ára.

9. Mest notaða lykilorð í sögu upplýsingatækninnar er "password".

10. Kengúrur geta ekki gengið aftur á bak.

11. Fiðrildi finna bragð með fótunum.

12. Þegar maður hnerrar þá þenst munnurinn á manni út á yfir 1000 km hraða.

13. Á meðaldegi slasast 40 manns á trampolíni.

14. Í flestum klukkuauglýsingum er klukkan 10:10.

15. Það eru 1.792 þrep í stiganum í Eiffel turninum.

16. MTV fór fyrst í loftið á miðnætti þann fyrsta águst 1981. Fyrsta myndbandið var "Video Killed the Radio Star" með Buggles.

17. Hægra lunga mannsins getur geymt meira loft en vinstra lungað.

18. Aðeins 55% Bandaríkjamanna vita að sólin er stjarna.

19. Á Nýja Sjálandi eru um 70 milljónir kinda en 4 milljónir manna.

20. Það er til PEZ með kaffibragði.

21. Á löglegri golfkúlu eru 336 dældir.

22. Bandaríkjamenn borða yfir 7 hektara af Pizzum á dag.

23. Kattahland glóir í blacklight.

24. Meðalmaðurinn er 7 mínútur að sofna á kvöldin.

25. Meðalmaður hlær 15 sinnum á dag.

26. Konur blikka augunum nærri tvöfalt oftar en karlmenn.

27. Á World Trade Center voru 43.600 gluggar.

28. Krókódílar geta hvorki hreyft tunguna né tuggið. Meltingarkerfi þeirra getur þó melt stálnagla.

29. Fjórðungur Bandaríkjamanna vita ekki í hvaða stjörnumerki þeir eru.

30. Ein af hverjum 3 kúm í Bandaríkjunum enda sem McDonalds hamborgarar.

31. Fyrsti eigandi Marlboro sígarettuverksmiðjanna dó úr lungnakrabba.

32. Allar klukkur í myndinni Pulp Fiction eru alltaf stilltar á 4:20.

33. Meirihluti alls ryks í heimahúsum er myndað úr dauðu skinni.

34. 40% kvenna hafa fleygt skófatnaði í karlmenn.

35. Það eru fleiri kjúklingar en menn í heiminum.

36. Ef gullfiskur er hafður í myrkri þá verður hann á endanum hvítur.

37. Meðalmaður ýtir þrisvar sinnum á "snooze" takkann á vekjaraklukkunni sinni á hverjum morgni.

38. Kettir geta myndað yfir 100 mismunandi hljóð.

39. Það eru að meðaltali 178 sesamfræ á einum Big Mac

40. Það er ólöglegt að fara yfir landamæri Minnesota með önd á hausnum.

41. Maður brennir 150 kaloríum á klukkustund við að berja hausnum í vegg.

42. Meðalbarn notar 730 mismunandi vaxliti fyrir 10 ára aldur.

43. Ísbirnir eru örvhentir

44. Andrés Önd var bannaður í Finnlandi því hann gekk ekki í buxum. Andrés er önd.

45. Á hverju ári deyja um 13 manns með því að verða undir sjálfsala.

46. Blár er uppáhaldslitur 80% bandaríkjamanna.

47. Í Kaliforníu hafa verið gefin út 6 ökuskírteini á nafnið Jesus Christ.

48. Það er ekki hægt að hnerra með opin augun.

49. Átjánda þekktasta lykt í heiminum er lyktin af vaxlitum.

50. Reykingar eru vinsælasta umfangsefni tölfræðirannsókna.

51. Winston Churchill fæddist á dansleik

52. Sumar tannkremstegundir innihalda frostlög.

53. Á hverju ári slasast um 8.000 manns af völdum tannstönglanotkunar.

54. Kakkalakkar geta lifað í 9 daga afhöfðaðir en eftir það deyja þeir úr hungri.

55. Í hverjum þætti af Seinfeld má sjá orðið "Superman" og/eða mynd af ofurhetjunni.

56. Snigill getur sofið í þrjú ár samfellt.

57. Örbylgjuofninn var fundinn upp þegar vísindamaður gekk fram hjá radarsendi og súkkulaðistykki bráðnaði í buxnavasnum hans.

58. Ef monopoly er spilaður án þess að neinn leikmaður kaupi neitt þá endar leikurinn á því að bankinn fer á hausinn.

59. Móðir Adolfs Hitlers hafði velt því alvarlega fyrir sér að láta eyða fóstrinu en læknirinn fékk hana til að hætta við.

60. Maður brennir fleiri kaloríum sofandi en horfandi á sjónvarp.

61. Karlmenn geta lesið smærra letur en konur, en þær heyra betur.

62. 7% Bandaríkjamanna halda að Elvis sé enn á lífi.

63. Flest innbrot í hótelherbergi eru framin á annari til sautjándu hæð.

64. Ostrur hafa stærri augu en heila.

65. Líkurnar á því að verða fyrir eldingu einhverntíma á ævinni eru 1 á móti 600.000.

laugardagur, maí 06, 2006

Komin heim í lætin..

Já þá er maður mættur á klakann og ætla ég að reyna að fylgja hraðanum í Reykjavík eftir bestu getu.. Ég get enn andað eftir fyrstu tvo dagana en þetta á eftir að verða erfiðara.. Það var frábært að koma heim og hitta fjölskylduna.. Dagný og Viktor Berg voru hérna þegar við komum og náðum við rétt að ná í skottið á þeim áður en þau héldu út til Þýskalands aftur.. Það var líka frábært að ná úrslitaleiknum í deildarbikarnum og sjá Val vinna dolluna á fimmtudaginn.. Innilega til hamingju Valsarar.. Viktoría stakk svo af með tengdó í sumarbústað alla helgina.. Mikil tilhlökkun þar sem Erna, Robbi, Daníel og Íssól voru líka að fara.. Ég er að æfa alla helgina þannig að ég komst ekki með..

Kærastinn hennar Viktoríu, hann Galdur Máni, er orðinn stóri bróðir og öfundar Viktoría hann mikið.. Greyið barnið er alveg búin að missa trúnna á mér.. Sagði við mig um daginn: Mamma ég held að ég eignist ekki systkini fyrr en ég verð 10 ára.. Hún fer bráðum að gefa upp alla von..

Er farin að gera eitthvað að viti..
Kveðja
Hrabba

mánudagur, maí 01, 2006

Mikið hlegið í múslimapartýi Viktoríu..

Já það var sko mikið fjör í prinsessupartýinu hjá Viktoríu í dag.. Stelpurnar sem voru 6 talsins og einn leikskólakennari með mættu rúmlega 11 og var planið að grilla pylsur.. Einhver stelpan var orðin voða svöng og sagði ég henni að við værum bara að fara að grilla pylsur strax en þá segir greyið stelpan: En við megum ekki borða pylsur... Því eins og flestir vita þá mega múslimar ekki borða svínakjöt en ég var auðvitað búin að steingleyma því og greyið leikskólakennarinn alveg í rusli yfir því að hafa gleymt að segja þetta við mig.. Já þetta var nú ekki alveg nógu gott og enn verra þegar við föttuðum að allar stelpurnar voru múslimar og því mátti auðvitað engin þeirra fá pylsu.. Hélt að ég og Viktor myndum andast úr hlátri.. En Viktor var sendur hið snarasta út í Fötex að kaupa kjúklingapylsur handa þessum elskum og það var ekkert smá magn sem þær torguðu, 20 pylsur á 6 stelpur.. Við fjölskyldan og leikskólakennarinn neyddumst nú til að borða blessuðu svínapylsurnar sem engin mátti borða.. Ég mun nú setja inn "litríkar" myndir af partýinu við fyrsta tækifæri..

Já það er alltaf líf og fjör hjá okkur..
Hrabba

This page is powered by Blogger. Isn't yours?