laugardagur, maí 06, 2006

Komin heim í lætin..

Já þá er maður mættur á klakann og ætla ég að reyna að fylgja hraðanum í Reykjavík eftir bestu getu.. Ég get enn andað eftir fyrstu tvo dagana en þetta á eftir að verða erfiðara.. Það var frábært að koma heim og hitta fjölskylduna.. Dagný og Viktor Berg voru hérna þegar við komum og náðum við rétt að ná í skottið á þeim áður en þau héldu út til Þýskalands aftur.. Það var líka frábært að ná úrslitaleiknum í deildarbikarnum og sjá Val vinna dolluna á fimmtudaginn.. Innilega til hamingju Valsarar.. Viktoría stakk svo af með tengdó í sumarbústað alla helgina.. Mikil tilhlökkun þar sem Erna, Robbi, Daníel og Íssól voru líka að fara.. Ég er að æfa alla helgina þannig að ég komst ekki með..

Kærastinn hennar Viktoríu, hann Galdur Máni, er orðinn stóri bróðir og öfundar Viktoría hann mikið.. Greyið barnið er alveg búin að missa trúnna á mér.. Sagði við mig um daginn: Mamma ég held að ég eignist ekki systkini fyrr en ég verð 10 ára.. Hún fer bráðum að gefa upp alla von..

Er farin að gera eitthvað að viti..
Kveðja
Hrabba

Comments:
Oh ég verð nú að fá að sjá þig með bumbuna.. Mér finnst að þú, Hrabbý og Inga Fríða eigið að halda matarklúbbinn ykkar og bjóða mér sem heiðursgesti.. Það væri algjör snilld..
Knús
Hrabba
 
HA HA HA mér finnst ógeðslega fyndið að biðja um hálfsystkini :)
 
Vei vei vei.. Ég mæti..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?