mánudagur, maí 15, 2006

Er á lífi.

Og búin að fara á HSÍ hófið sem var bara mjög skemmtilegt.. Alltaf gaman að hitta alla.. Var auðvitað edrú eins og alltaf og fór heim snemma enda landsleikur á morgun á móti Hollandi. Alveg komin tími á að vinna þær..

Í gærkvöldi fórum við svo á Litlu Hryllingsbúðina með tengdó.. Viktoría ekkert smá ánægð með þetta og stóð sig eins og hetja (þurfti að vera meiri hetja enn mamma sín sem dó úr hræðslu þegar hún sá þetta í gamla daga).. Hún talaði svo við pabba sinn í símann í gærkvöldi og Viktor var við það að andast úr hlátri því Viktoría hafði sagt honum frá konunni sem lék plöntuna: "Hún heitir Andrea Gylfadóttir og veistu hvað pabbi? Það vantaði í hana eina tönn í miðjunni.. Ég hef aldrei séð fullorðinn sem vantar í eina tönn í miðjunni.." Hún er auðvitað snillingur þessi elska..

Annars bara rólegt hjá okkur mæðgum..
Hrabba

Comments:
Hvað er svona fyndið það vantar í hana í eina tönn eða ?
 
Gangi ykkur svakalega vel í kvöld...

eibba
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?