fimmtudagur, maí 11, 2006

Ekkert að gerast..

Nema jú kannski það að Hólmgeir hetja var í blöðunum í gær eftir að hafa elt uppi bófa sem voru að flýja með tvær tölvur úr Æsufelli.. Það hefði nú verið aldeilis gott að hafa Hólmgeir í Árósunum þann 7.des 2005.. Gullmolinn Hólmgeir er sem sagt maður vikunnar.. Nú þarf bara að fara að díla við hann og fá hann sem húsvörð í nýja húsinu mínu..

Annars frekar lítið að gerast hjá mér.. Dagný og Drífa áttu afmæli í gær og var haldið upp á það á Indókína.. Frábær matur þar en verst að stóllinn hennar Dagnýjar var auður.. En henni leið samt betur bara að vita til þess að við vorum að fagna afmælisdeginum hennar..

Svo er bara mest lítið að gera á daginn.. Ég og Viktoría að reyna að finna okkur eitthvað til dundurs.. Allir í vinnu eða próflestri.. Svo er bara alltaf æfing kl.17.15.. Það er sem sagt dagskráin hjá mér á hverjum degi.. Ætla að biðja ykkur um að vera ekki mikið að trufla mig..

En það verður nú fjör í kvöld þar sem ég er að fara hitta Örnu, Eniku og Steffí..

Má ekkert vera að þessu..
Kveðja
Hrabba upptekna

Comments:
koddu í heimsókn á blómvanginn, við Birta höfum ekkert að gera heldur. Heldur ekki Helga Magg.

Hafdís Hinriks
 
Hvað varð um alla brennsluna okkar Hrabba? Nú eða lyftingarnar?
Kv, Orri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?