mánudagur, maí 29, 2006
Ég hata að TAPA...
Hrikalega súrt tap á móti Makedóníu staðreynd og það á eftir að taka langan tíma að jafna sig á þessu.. Ótrúlegt að geta spilað mjög vel í 35 mín og vera 4 mörkum yfir og detta svo niður á svona lágt plan.. Hraðinn datt niður hjá okkur og það boðar aldrei gott hjá okkur.. Fórum að gera allt of mikið af fáránlegum mistökum sem kostar alltaf mark í bakið.. Nú þurfum við bara að fara fjallabaksleiðina og vinna þær úti.. Það er bara enn skemmtilegra..
Förum út til Makedóníu á fimmtudaginn og spilum á laugardaginn.. Þið sem hafið í ykkur góða strauma megið endilega senda þá..
Mest svekkjandi við þetta tap er að vita til þess hvað mörgum líður vel með það.. Það er ótrúlega mikið af fólki (og það tengt boltanum) sem er við það að missa úr sér þegar við töpum.. Ótrúlegt hvað mikið er til af illa innrættu fólki.. Og það versta við það að þegar vel gengur þá er allt gert til að eyðileggja það.. Eins og t.d sigurinn á móti Rúmeníu sem við unnum í október, tveimur mánuðum áður en þær lentu svo í öðru sæti á HM.. Það var auðvitað strax komið að það hefði bara verið B-liðið þeirra... Það vantaði einhverja 2 leikmenn og það er ekki eins og Rúmenía eigi ekki góða staðgengla í allar stöður.. Þetta var bara frábær sigur sem hefði alveg mátt leyfa okkur að njóta.. Og það er nú ekki eins og sigrarnir séu það rosalega margir að það þurfi að eyðileggja þá þegar þeir koma..
Það var sama upp á teningnum síðasta sumar þegar við kepptum tvo jafna leiki við Holland en töpuðum báðum.. Þá var maður alltaf að heyra hversu hræðilegt það væri að tapa á móti Hollandi eins og þær gætu "eitthvað" í handbolta.. Það kom svo á daginn að þær lentu í 5 sæti á HM.. En það er svo sem sama hvað gerist þetta ljóta leiðinlega fólk verður alltaf til staðar og því miður heyrist einhvern veginn alltaf hæst í því.. Það þarf bara að læra að loka eyrunum stundum eða bara eins og snillingurinn Óli Stef sagði einu sinni í viðtali að hann læsi aldrei gagnrýni eftir leik því það á auðvitað bara að vera nóg að gagnrýna sig sjálfur.. Maður veit alltaf sjálfur hvað maður gerir vel og hvað illa og hvað betur megi fara..
Jæja hætt í þessu svekkelsi.. Og guð geymi ykkur vel innrætta fólk, hehe..
Hrabba
Förum út til Makedóníu á fimmtudaginn og spilum á laugardaginn.. Þið sem hafið í ykkur góða strauma megið endilega senda þá..
Mest svekkjandi við þetta tap er að vita til þess hvað mörgum líður vel með það.. Það er ótrúlega mikið af fólki (og það tengt boltanum) sem er við það að missa úr sér þegar við töpum.. Ótrúlegt hvað mikið er til af illa innrættu fólki.. Og það versta við það að þegar vel gengur þá er allt gert til að eyðileggja það.. Eins og t.d sigurinn á móti Rúmeníu sem við unnum í október, tveimur mánuðum áður en þær lentu svo í öðru sæti á HM.. Það var auðvitað strax komið að það hefði bara verið B-liðið þeirra... Það vantaði einhverja 2 leikmenn og það er ekki eins og Rúmenía eigi ekki góða staðgengla í allar stöður.. Þetta var bara frábær sigur sem hefði alveg mátt leyfa okkur að njóta.. Og það er nú ekki eins og sigrarnir séu það rosalega margir að það þurfi að eyðileggja þá þegar þeir koma..
Það var sama upp á teningnum síðasta sumar þegar við kepptum tvo jafna leiki við Holland en töpuðum báðum.. Þá var maður alltaf að heyra hversu hræðilegt það væri að tapa á móti Hollandi eins og þær gætu "eitthvað" í handbolta.. Það kom svo á daginn að þær lentu í 5 sæti á HM.. En það er svo sem sama hvað gerist þetta ljóta leiðinlega fólk verður alltaf til staðar og því miður heyrist einhvern veginn alltaf hæst í því.. Það þarf bara að læra að loka eyrunum stundum eða bara eins og snillingurinn Óli Stef sagði einu sinni í viðtali að hann læsi aldrei gagnrýni eftir leik því það á auðvitað bara að vera nóg að gagnrýna sig sjálfur.. Maður veit alltaf sjálfur hvað maður gerir vel og hvað illa og hvað betur megi fara..
Jæja hætt í þessu svekkelsi.. Og guð geymi ykkur vel innrætta fólk, hehe..
Hrabba
Comments:
<< Home
Sammála, óþolandi svona lið.
En heyrðu kelling, nú er bara að rífa liðið upp og klára þetta úti, það er allt hægt ;) Ég hef trú á ykkur:)
Gangi ykkur ógeðslega vel, ég mun sko hugsa til ykkar.
Luv Harpa Mel (sem er að deyja hana langar svo að vera með)
En heyrðu kelling, nú er bara að rífa liðið upp og klára þetta úti, það er allt hægt ;) Ég hef trú á ykkur:)
Gangi ykkur ógeðslega vel, ég mun sko hugsa til ykkar.
Luv Harpa Mel (sem er að deyja hana langar svo að vera með)
Kella mín.. .. þið rústið þessum vælikjóum.. .. urrr langaði að berja þessar kellur, alltaf vælandi.. .. sendi massa strauma og skjóttu svo vel á markið, engar stangir.. ..
Kv.
Bryn
Kv.
Bryn
Gangið ykkur rosa vel... ég hef trú á ykkur, pirra bara leikmann nr. 14 aðeins meira og þá er þetta komið :-)
kv. Guðrún Drífa
kv. Guðrún Drífa
Gangi ykkur vel... og klárið svo leikinn á fullum krafti... :)
góðir straumar verða sendir úr Mosó..
góðir straumar verða sendir úr Mosó..
Gangi ykkur rosalega vel - ég verð (vonandi) uppi á Hvannadalshnjúk og sendi alla orkuna þaðan til ykkar (hún hlýtur að vera gríðaleg þarna uppi þó að orkan mín verði örugglega takmörkuð á þeim tímapunkti ;))
Daníel fannst þú flottust í leiknum og skildi ekki af hverju Hrabba tapaði, af því "hún stökkti svo hátt og skjótti svo fast" í markið. Skildi reyndar ekki af hverju þessar stelpur væru alltaf að ýta í hvora aðra og slást:-S
Gangi ykkur vel úti
"tuff, tuff"
Gangi ykkur vel úti
"tuff, tuff"
Gangi ykkur alveg svakalega vel...þið takið þessar kellur í bakaríið og sýnið leiðindapakkinu bara "fingurinn" í leiðinni ;) Við sendum ykkur strauma úr háloftunum.
eibba og co
Skrifa ummæli
eibba og co
<< Home