mánudagur, maí 01, 2006
Mikið hlegið í múslimapartýi Viktoríu..
Já það var sko mikið fjör í prinsessupartýinu hjá Viktoríu í dag.. Stelpurnar sem voru 6 talsins og einn leikskólakennari með mættu rúmlega 11 og var planið að grilla pylsur.. Einhver stelpan var orðin voða svöng og sagði ég henni að við værum bara að fara að grilla pylsur strax en þá segir greyið stelpan: En við megum ekki borða pylsur... Því eins og flestir vita þá mega múslimar ekki borða svínakjöt en ég var auðvitað búin að steingleyma því og greyið leikskólakennarinn alveg í rusli yfir því að hafa gleymt að segja þetta við mig.. Já þetta var nú ekki alveg nógu gott og enn verra þegar við föttuðum að allar stelpurnar voru múslimar og því mátti auðvitað engin þeirra fá pylsu.. Hélt að ég og Viktor myndum andast úr hlátri.. En Viktor var sendur hið snarasta út í Fötex að kaupa kjúklingapylsur handa þessum elskum og það var ekkert smá magn sem þær torguðu, 20 pylsur á 6 stelpur.. Við fjölskyldan og leikskólakennarinn neyddumst nú til að borða blessuðu svínapylsurnar sem engin mátti borða.. Ég mun nú setja inn "litríkar" myndir af partýinu við fyrsta tækifæri..
Já það er alltaf líf og fjör hjá okkur..
Hrabba
Já það er alltaf líf og fjör hjá okkur..
Hrabba
Comments:
<< Home
Nei þær eru nú algjörar snúllur.. Það er til heill hellingur af góðum múslimum, vinn nú með einum gullmola.. Það er allt afbrotahyskið sem ég vil burt.. Og því miður er bara allt of mikið af þeim múslimar.. Senda allt þetta hyski (líka innbrótsþjófa) á eyðieyju og aldrei að ná í þá aftur..
æji .. var að skoða myndirnar af vinkonunum. Þær er SVO sætar!! Það verður mikill söknuður í sumar hjá henni Köru minni ... og ekki bara henni!!
sniff sniff... meira að segja strax farin að sakna ykkar!!
sniff sniff... meira að segja strax farin að sakna ykkar!!
GARG...bara snilld...týpískt eitthvað!
Hils Tinna
p.s Takk fyrir kveðjuna á barnalandi....við söknum ykkar líka¨!
Hils Tinna
p.s Takk fyrir kveðjuna á barnalandi....við söknum ykkar líka¨!
hæ Hrabba!
Valný ræstitæknir hér!
ég var að spá hvað nýji og flotti skemmtistaðurinn í kaupmannahöfn heitir??( sem einhverjir Íslendingar eiga)
er að fara þangað um helgina og ætla athuga hvort staðurinn sé jafn góður og Train..
hilsen, Valný
Skrifa ummæli
Valný ræstitæknir hér!
ég var að spá hvað nýji og flotti skemmtistaðurinn í kaupmannahöfn heitir??( sem einhverjir Íslendingar eiga)
er að fara þangað um helgina og ætla athuga hvort staðurinn sé jafn góður og Train..
hilsen, Valný
<< Home