fimmtudagur, maí 18, 2006

Sigur og tap..

Loksins unnum við Holland og í frábærum leik.. Ljúft að vinna þær loksins eftir að vera búnar að tapa fyrir þeim margoft með 1-4 mörkum..
Leiðinlegt að geta svo ekki fylgt því eftir og unnið seinni leikinn en hann var vægast sagt skelfilegur.. Nú er bara að bæta fyrir þann leik eftir helgi en við förum til Hollands á sunnudaginn og spilum tvo leiki þar..

Var að klára að horfa á Eurovision.. Hef aldrei upplifað annað eins, bara púað á stjörnuna okkar.. Spáið í því að láta 20 þús manns púa á sig.. Ég hefði dáið þarna á sviðinu.. Evrópa var allavega ekki tilbúin fyrir þennan húmor.. Það verður gaman að sjá hvað gerist í kjölfarið.. Hún er nú allavega með hugmyndaflug hún Silvía..

Núna er ég að undirbúa rosa ratleik fyrir Klaufarfrændsystkinin.. Þetta á eftir að vera hrikalega fyndið og nóg verður til af myndum eftir morgundaginn.. Segi nánar frá þessu seinna..

Kveðja
Hrabba

Comments:
Við Sævar gátum varla sofið í nótt fyrir stressi fyrir ratleikinn mikla..... þú ert náttúrulega búin að hafa alltoooooof mikinn tíma til að gera þennan ratleik eða hvað það verður sem þú ætlar að láta okkur gera. En þetta verður örugglega gaman, sjáumst í kvöld.
kv. Sóley
 
Jæja....Ég er nú bara að spá að mæta í Njallagalla... Bara svona uppá keppnisskapið!! Það er nefnilega svo lítið til af því í Klaufarfjölskyldunni.. hummm
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?