mánudagur, júní 12, 2006
Dagný Skúladóttir til Team Tvis Holstebro
Gargandi snilld.. Ég verð nú bara með hann Molann minn rétt handan við hornið eða í rúmlega klukkutíma fjarlægð.. Það er nú ekkert miðað við fyrr.. Dagný og Gunnar eru búin að gera eins árs samning við Holstebro og vonandi eiga þau bara eftir að vera hérna í Danaveldi lengi eins og ég..
Annars er búið að vera rugl gott veður hérna.. Þarf að hafa mig alla við að verða ekki að brunarúst.. Tanið gengur allavega vel..
Helgin var frábær í alla staði.. Sektarsjóðsdjammið var frábært og þá sérstaklega dagurinn en við fórum á fjórhjól, sigum niður turn (fram á við), fórum í svifrólu, skutum úr bogum, bjuggum til fleka og þurftum að sigla á honum.. Þetta var allt keppni auðvitað og rústaði mitt lið þessu auðvitað.. Unnum allt.. Ég tók böns af myndum og set þær inn við fyrsta tækifæri.. Mér tókst nú samt ekki að duga neitt alltof lengi í bænum enda kannski ekki skrýtið þegar þetta byrjaði allt saman kl.07.30.. Hrabban þarf nú að sofa líka.. En þetta var allavega frábær dagur í alla staði..
Svo er bara verið að æfa á fullu og ég að drepast úr harðsperrum þar sem ég var í lyftingafríi meðan ég var með landsliðinu.. Alltaf jafn hræðilegt að byrja að lyfta eftir langa pásu..
En jæja best að fara í After Sun-ið..
Hrabba
Annars er búið að vera rugl gott veður hérna.. Þarf að hafa mig alla við að verða ekki að brunarúst.. Tanið gengur allavega vel..
Helgin var frábær í alla staði.. Sektarsjóðsdjammið var frábært og þá sérstaklega dagurinn en við fórum á fjórhjól, sigum niður turn (fram á við), fórum í svifrólu, skutum úr bogum, bjuggum til fleka og þurftum að sigla á honum.. Þetta var allt keppni auðvitað og rústaði mitt lið þessu auðvitað.. Unnum allt.. Ég tók böns af myndum og set þær inn við fyrsta tækifæri.. Mér tókst nú samt ekki að duga neitt alltof lengi í bænum enda kannski ekki skrýtið þegar þetta byrjaði allt saman kl.07.30.. Hrabban þarf nú að sofa líka.. En þetta var allavega frábær dagur í alla staði..
Svo er bara verið að æfa á fullu og ég að drepast úr harðsperrum þar sem ég var í lyftingafríi meðan ég var með landsliðinu.. Alltaf jafn hræðilegt að byrja að lyfta eftir langa pásu..
En jæja best að fara í After Sun-ið..
Hrabba