mánudagur, júní 26, 2006

Frétt vikunnar..

Var áðan í sjónvarpinu.. Sláandi frétt sem skildi eftir sig hlæjandi hjón hérna á Vejlby Centervej.. Já haldiði ekki að það hafi verið viðtal við nýstúdent og hafði hún lent í þeim hrikalegu hrakningun að stúdentahúfunni hennar hafði verið stolið í partýi sem var haldið heima hjá henni sjálfri.. Þar höfðu mætt 3 óboðnir gestir, allt strákar, og mjög líklegt að einn af þeim hafi stolið húfunni.. Í fréttinni voru sýndar myndir af digital myndavél þar sem hún sýndi hvar húfan hefði síðast verið áður en hún hvarf.. Rosa frétt þar sem hún var mjög miður sín eftir 3ja ára erfiði og búin að vinna sér inn þessa fínu stúdentahúfu sem síðan er bara tekin.. Svo til að gera fréttina enn betri þá var auðvitað viðtal við mjög sorgmædda foreldra stúlkunnar sem auðvitað þótti þetta hið versta mál líka.. Að lokum var sagt að fundarlaun fyrir hina góðu stúdentahúfu eru 1500 dk.kr eða rúmlega 15 þúsund íslenskar.. Halló er ekki í lagi með fólk.. Af hverju fer hún ekki bara með þessar 1500 krónur og kaupir sér nokkrar nýjar húfur.. Ég og Viktor við skemmtum okkur allavega mjög vel yfir þessari frábæru frétt sem ég skil ekki hvernig gat endað á skjánum..

Lýsi svo yfir stuðning mínum við dómarann sem dæmdi leik Hollendinga og Portúgala í gær.. FIFA að gagnrýna spjaldagleði hans eins og hann hefði átt einhverra annara kosta völ.. Allir leikmennirnir voru gjörsamlega að tapa sér þarna og mesta mildi að ekki fleiri hafi slasast.. Að mínu mati hefði hann geta gefið enn fleiri spjöld.. Þvílík fífl þarna inn á milli og þvílík brot.. Ótrúlegt að þetta hafi ekki endað í hópslagsmálum.. Ekki hefði ég viljað dæma þennan leik allavega..

Og svo annað með þennan fótbolta.. Er ekki hægt að fara að útrýma þessum aumingjaskap.. Alveg með ólíkindum hvað allir geta emjað og látið eins og þeir séu dauða næst.. Teknir út á börum og koma svo hlaupandi inn á völlinn nokkrum sekúndum síðar.. Þetta er svo hallærislegt að það nær engri átt.. Það þarf að setja einhverjar nýjar aumingjareglur til að þetta hætti.. Held þetta ekki út að horfa á þessa aumingja..

Var að flokka aðeins til tenglunum hér til hliðar og henda öllum síðum sem eru í fríi í utandeildina.. Þið þurfið bara að láta mig vita þegar þið farið að skrifa aftur því þið eruð dottin út úr bloggrúntinum;-) Svo ef það eru einhverjir sem ég er að gleyma þá megið þið líka láta mig vita..

Hilsen
Hrabba

Comments:
Hvernig er það? Var ég feldur úr úrvalsdeildinni þegar að við féllum úr efstu deild í Norge?
 
Ábyggilega gúrkutíð í fréttunum í Danaveldi í dag!!!! dísús..
TT
 
Já þetta er sorglegt með húfuna. Hrabba gleymdi samt að segja frá því að meðan verið var að tala við mömmuna, kom mynd af foreldrunum frá kvöldinu örlagaríka, greinilega blindfullum.
Þetta er frétt. Var að spá í að hringja í þá og segja þeim að Viktoría væri farin að hjóla án hjálparadekkja. Það er frétt.
Hólm
 
Sorry Kiddi minn.. Þú flokkast undir handboltalúðana.. Ég skal samt taka þetta til athugunar ef þú vilt endilega komast í úrvalsdeildina..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?