mánudagur, júní 05, 2006

MAKEDÓNÍA..................

Veit varla hvar ég á að byrja........ En ætli ég byrji bara ekki á degi 1 sem var fimmtudagurinn.. Lögðum í hann klukkan 05.00 og vorum ekki komnar á hótelið í Makedóníu fyrr en eftir miðnætti en þá vorum við búnar með 3 flug, fyrst Köben svo Búdapest og loks Skopje.. Þetta var næstum því sólarhringsferð og hefði getað orðið vel lengri ef okkur hefði ekki verið hent út úr vitlausri flugvél. Ekki það að við ætluðum aldrei að komast úr blessuðu vélinni því við vorum að andast úr hlátri.. Við vorum 8 sem tróðum okkur í gegnum lokað hlið í stað þess að labba niður stiga til þess að fara í réttu vélina.. Veit ekki hvernig okkur datt það í hug en ég sá allavega ekki þennan blessaða stiga og var nú mikið að nöldra yfir þessu blessaða hliði sem engin yfir 100 kg hefði komist í gegn.. Var ekki að skilja þetta.. Svo þegar við komum inn í vélina þá sátu bara allir í okkar sætum (ekkert smá steikt, allar kallandi: "hey það situr líka einhver í mínu sæti").. Ekki það að ég nennti að gera neitt vesen út af þessu og fann mér bara næsta lausa sæti og settist þar og var bara klár í loftið.. En svo kíkir einhver flugfreyjan á miðann hennar Guðbjargar og fattar það sem sagt að við erum í vitlausri flugvél.. Þetta var svo viðbjóðslega fyndið og hefði verið enn fyndnara ef við hefðum bara endað í Beirut.. Það var allavega hægt að hlæja af þessu lengi.. Líka fyndið að við vorum svona margar sem tróðum okkur í gegnum lokað hlið.. Restin hefði ekki einu sinni náð í lið..

Föstudagurinn fór svo bara í að hvílast og kíkja í bæinn.. Gerði þau mistök að yfirgefa hana Drífu systur mína og lét hana hafa pening í leigubíl (en átti bara stóran seðil).. Hún tók sem sagt leigubíl með Jónu og Lísu á minn kostnað og borguðu þær tífalt fyrir leigubílinn.. Hann hefur nú verið fljótur að bruna heim og leika við konuna eftir happadaginn mikla.. Meiri strumparnir.. En ekki það að ég geti skilið hvernig þessi leigubílavinna geti gengið því að það kostaði bara tæpar 150kr að taka bíl úr bænum og upp á hótel sem var alveg ágætis spotti (hefði alveg farið vel yfir 1000 heima).. Og svo kostar bensínlíterinn alveg yfir 90kr þarna.. Ég ekki skilja... Við enduðum svo á æfingu um kvöldið í höllinni sem við áttum að spila í og það var upplifun að koma þangað inn.. Lausar fjalir út um allt á gólfinu og vantaði bara stykki í parketið hér og þar (sem sagt bara göt á gólfinu).. Á einum stað gat maður stigið á fjölina þannig að hún lyftist hátt upp á hinum endanum.. Varamannabekkirnir voru plaststólar sem voru allir brotnir.. Vantaði bara nokkra cm á sumar seturnar.. Áhorfendabekkirnir voru líka allir brotnir.. Þetta var allt mjög spes og svo toppaði klósettið þetta allt en já það var sem sagt ekkert klósett heldur bara holur til að gera þarfir sínar í.. Eins gott að ég þurfti ekki að sk........
Stóri dagurinn var svo laugardagurinn en við æfðum um morguninn og höfðum svo allan daginn til að undirbúa okkur því leikurinn var ekki fyrr en 20.30 um kvöldið.. Leikurinn var rosaleg upplifun.. 4500 crazy áhorfendur (hef aldrei upplifað annan eins hávaða) og var baulað vel á okkur eða réttara sagt alla nema mig og Ágústu en við ákváðum að koma inn með trompi.. Ágústa með arabastökki og ég kraftstökki og var okkur vel fagnað.. Hefði frekar búist við því að þeir myndu púa meira á okkur..
Leikurinn var mjög góður og vorum við að spila frábæran leik og ekki hægt að ætlast til meira af liðinu.. Þær voru bara aðeins of sterkar fyrir okkur.. Mest svekkjandi að hugsa til fyrri leiksins sem við áttum auðvitað að klára.. Þær voru miklu lakari í þeim leik og við hefðum átt að nýta okkur það..
Um kvöldið var svo farið út að borða og ákváðum við að drekkja sorgum okkar.. Frábært kvöld í alla staði þó svo að Casinoið hafi klikkað.. Rakel við förum bara næst.. Gátum svo sofið út á mánudeginum því við áttum ekki flug fyrr en 15.30.. Ég komst svo í faðm fjölskyldunnar klukkan 20 í gærkvöldi í Köben og vorum við komin heim rétt eftir miðnætti..

Vaknaði svo um hádegið og haldiði ekki að það hafi verið sól og heiðskýrt.. Já gott fólk sólbekkurinn þarf ekki að sakna mín lengur..

Verð dugleg að skrifa núna þar sem ég er komin heim og hef lítið að gera nema vinna í brúnkunni..

Kveðja
Hrabba

Comments:
já hrabba ég var alveg klár í casinoið og var frekar svekkt að það hafi verið lokað....en ég verð pottþétt líka til næst svo þá verður ekki hikað við að kíkja inn. En vá hvað ég öfunda þig með sólina, væri alveg til í að vinna í taninu með þér núna, ekkert nema leiðinda rigning á klakanum.
kv Rakel
 
En ógeðslega fyndið ég held stundum að ég sé skyld þér þú ert alltaf að dúddast eins og ég... hef gert þetta nákvæmlega sama eða bara farið í gegn og konan leit bara illa á miðann og frúin í vitlausa vél ræræræ settist bara og svo kom einhver kall og ég sagði iss settust bara einhvers staðar annars staðar potthétt prentvilla en hann var ekki alveg að gefa sig og þá fattaði frúin að hún var í vél til Amsterdam var að fara heim til Köben sælar sælar ég sprakk og eitthvað ein að dúddast fólki fannst ég einmitt heilbrigð ég hló svo mikið að ég komst ekkert áfram Kristur gott að vera heill á geði!! Gaman að þessu, alltaf skemmtilegt að lesa bloggið þitt sæta mín kemur manni í svo gott skap!!
Hafðu það gott og njóttu sólarinnar meðan hún er svo geggjað!! Stór Knús frá Köben Sigga
 
Hæ hæ Kella mín gott ad heyra að þú sért komin heim heil..... Jæja hvenær á svo ad koma á Vestermøllevejinn?
kosssar og knús Mæja
 
Ísland saknar þín.. og Matta líka

Matta
 
Já Rakel mín við klikkum ekki á þessu aftur..

Sigga mín þú ert auðvitað bara snillingur.. Gat verið að þú hefðir lent í þessu líka, hahaha.. Það var svo gaman að hitta þig í Köben..

Mæja mín það styttist í hitting..

Og Matta mín.. Sakna þín líka.. En það styttist í þig og Júlíu..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?