fimmtudagur, júní 15, 2006

Og þeir halda áfram...

Já best að segja ekki hverjir því það eru svo margir búnir að skamma mig en köllum þá EkkiDanirnir.. Tóku sig til og brutust inn í bílinn hjá aðstoðarþjálfaranum mínum sem kemur frá Sviss og er á bíl með svissnesku númeri (sem er ekki gott).. Eyðilögðu hurðina aðeins og brutu svo rúðuna og tóku veskið hans með öllu í að sjálfsögðu (það var í lokuðu hólfi honum smá til varnar).. Það versta við þetta var að þegar tvær stelpur úr liðinu komu út aðeins fyrr sáu þær þessa vitleysinga (þarf ekki að taka fram hvernig þeir litu út) vera á planinu og hittu einhverja stelpu sem sagði þeim að þegar hún hefði komið út þá hafi þeir verið að kíkja inn í bílinn hennar Camillu og þeir væru búnir að vera að skottast þarna í svolítin tíma.. Þær fóru inn í höll og báðu þá sem voru á vakt að fara út og hafa auga með þeim og hringja bara helst á lögguna sem þeir hafa svo ekki gert því ca 10 mínútum síðar þá kom sem sagt Thomas út og þá voru þeir búnir að þessu.. Og þetta er auðvitað bara hérna fyrir utan hjá mér þannig að þeir ætla seint að snáfa héðan.. Er í alvöru farin að íhuga að kynna mér vopnalög hérna í Dene.. Það þarf nú einhver að láta sig hafa það og fara að plaffa þetta lið.. Viktor minn væri ekki lengi að því ef "verkfærið" væri til staðar.. Og ég skal sjá um að grafa þá.. Myndi stolt vilja hafa þá í garðinum mínum á réttum stað.. Nei nei aðeins að missa mig.. Var bara ekki búin að koma með neitt lengi, hehe..
Það var svo ekkert hægt að gera í málinu þar sem bíllinn er á svissnesku númeri og má því ekki vera hérna í landinu á meðan þau eru með búsetu hérna þannig að það var ekkert hægt að melda þetta og hann þarf auðvitað að bera allan kostnað af þessu sjálfur.. Þannig að ég er komin með einn nýjan meðlim í klúbbinn minn sem er við það að taka að sér stöðu varaformanns..

Svo verð ég nú að koma öðru á framfæri.. En það er hún Mirsha Burton eða Marissa Cooper í þáttunum O.C. Er búin að vera að horfa mjög mikið á þessa þætti undanfarið og stelpuskjátan er að drepa mig.. Eruð þið ekkert að grínast með hvað gellan er léleg leikkona.. Það er ekki horfandi á hana og svo er hún bara í öllum slúðurblöðum og bara ein af þessum heitu ungu leikkonum.. Ég er ekki að ná þessu.. Varð að deila þessu með ykkur..

En annars ekkert að gera nema að mæta á æfingu 2 klukkutíma á dag.. Ljúft líf..

Hilsen
Hrabba

Comments:
Fokkings ribbaldar og óþjóðalýður...

Tinna
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?