sunnudagur, júní 18, 2006

Strandhandbolti..

Mjög skemmtilegt en ég verð nú að játa það að ég er nú ekkert sérlega góð í honum.. Ekkert smá öðruvísi.. Skrýtin bolti og þetta gengur allt út á svaka taktík, tvö mörk fyrir sirkus og trikkmörk (þyrfti að æfa það aðeins næst).. Við komumst ekki í úrslit sem var bara fínt því þá hefðuð við þurft að fara í einhverja úrslitakeppni sem er á Fjóni næstu helgi og það var engin að nenna því.. Þetta er líka mjög erfitt og vont fyrir fæturna því það eru endalausir steinar á vellinum.. Þetta var gott í bili..

Helgin annars búin að vera fín. Fór í grill með vinnunni á föstudaginn og í gær var svo haldið risa surprisepartý fyrir Camillu sem var að ljúka arkitektarnámi.. Því miður var þetta ekki eins mikið surprise eins og það átti að vera því ein vinkona hennar hafði hengt boðskortið (sem kærsti Camillu hafði sent út) upp á ísskáp hjá sér og Camilla var ekki lengi að reka nefið í það þegar hún kom í heimsókn.. Hún lét samt engan vita svo þetta væri nú ekki alveg eyðilagt.. Kærastinn búinn að hafa þvílíkt fyrir þessu.. Og allir búnir að hafa þvílíkt fyrir því að ljúga að henni hinu og þessu.. En þetta var allavega rosa gaman..

Viktoría hetja er búin að taka bæði hjálparadekkin af og erum við bara komin með kústskaft aftan í hjólið til að hjálpa henni að halda jafnvægi.. Það er ætlunin að vera byrjuð að hjóla áður en skólinn byrjar.. Hún fer einmitt á morgun í skóladagvistunina þar sem hún mun hitta fullt af nýju skólafélögunum.. Mikil tilhlökkun og finnst henni bara fínt að vera yngst í bekknum.. Það eru reyndar 6 í bekknum hennar sem eru fæddir '99 en það er mjög algengt að strákar sem eru fæddir seint á árinu bíði eitt ár með að fara í skóla.. Hún er sú eina sem er fædd 2001 en það er líka algengt að stelpur sem eru fæddar í byrjun árs fari ári á undan í skóla.. Ef þetta verður eitthvað strembið fyrir hana þá getur hún alltaf farið aftur í 6 ára bekkinn.. Ekki það að ég held að skottan eigi eftir að spjara sig fínt.. Það hefði bara verið vesen að skipta enn einu sinni um leikskóla..

Og svo auðvitað TIL HAMINGJU ÍSLAND með HM sætið.. Þvílík snilld að skilja Svíana eftir heima.. Þeir verða allavega ekki fyrir okkur í Þýskalandi.. Nú er bara vonandi að maður geti farið á einhverja leiki í janúar.. Spurning hvort ég geti fengið íslenska riðilinn til Flensborgar þá eru ekki nema tveir tímar að keyra..

Farin í háttinn..
Hrabba

Comments:
Já já gott að sannfæra sig um að það sé í lagi að tapa því maður "nennir" ekki á eitthvað mót á Fjóni.....iss piss svei þér Hrabba..hihi
knús Tinna
p.s. hefði alveg verið til í að fá þig hingað niðreftir...
 
Tinna mín ef ég kem á Fjón þá vil ég nú frekar heimsækja þig en spila einhvern strandhandbolta sem ég er bara ekkert svo góð í.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?