sunnudagur, júní 25, 2006

Trúðaskemmtun... Viktoría að fara á kostum..

Já Viktoría er hetja helgarinnar. vikunnar og mánaðarins.. Haldiði að þessi elska sé ekki farin að hjóla án hjálparadekkja og ég sem hélt að það myndi ekki gerast fyrr en hún væri orðin 12 ára (svolítil skræfa hjá mér og þótti ekki líkleg til að fara að hjóla).. Það voru sko stoltir foreldrar hérna í Árósum í gær og auðvitað Viktoría sjálf að rifna úr stolti.. Hringdi auðvitað strax í hann Daða sinn sem var ekki heima og er því ekki búinn að ná að óska henni til hamingju með þennan frábæra árangur..

Ekki nóg með að hún hafi verið algjör hetja í gær þá átti hún líka brandara mánaðarins í gær.. Við vorum sem sagt að hjóla hérna fyrir utan og það var verið að halda einhverja "framandi" veislu hérna í einum salnum úti í íþróttahúsi með sem sagt framandi fólki (loksins búin að finna rétta orðið).. Það stóðu nokkrar konur fyrir utan í einhverjum mjög spes glimmerkjólum (þetta hafa örugglega verið einhverjir Víetnamar eða Pakistanar) og þessi stórmerkilega tónlist hljómaði fyrir utan.. Svo þegar við hjóluðum tilbaka til Viktors þá segir Viktoría: Pabbi þú verður að koma og sjá trúðana.. Það er einhver trúðaskemmtun þarna.. Vá hvað mér fannst þetta fyndið og sérstaklega því að ég sagði nákvæmlega ekki neitt þegar ég sá "trúðana".. Já hún er stórkostleg hún dóttir mín..

Svo að lokum þá kemur smá kvikmyndaspurning: Lítur út eins og typpi, bara minna. Úr hvaða snilldarmynd er þessi setning?
Og það besta við það að Viktor hefur notað þessa setningu á Auðunn Jónsson kraftlyftingarmann á karlaklósetti.. Og lifir enn..

Trúðafjölskyldan kveður

Comments:
Sæl elskan.. Þú ert meira en velkomin í sumarið hérna í DK.. Nóg pláss og nóg matur.. Bið að heilsa fjölskyldunni..
Knús knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?