fimmtudagur, júní 22, 2006

Viktoría spyr:

-Þegar maður er dáin hvernig kemst maður þá upp til himna?
-Hver deyr seinastur? (Greyið hann eða hún)
-Hvernig breytist maður í engil?
-Getur maður ekki komið niður af himnum aftur?

Já nóg að gera í að útskýra.. Barnið farið að hugsa endalaust um dauðann og veldur þetta henni miklu hugarangri.. Man vel eftir því þegar ég hugsaði stanslaust um dauðann en ég var nú allavega orðin 9 ára.. Finnst þetta full snemmt hjá 5 ára barninu..

Gunnar Berg kom með innbúið til Holstebro í gær og þurfti að skila sendibílnum til Flensborgar þannig að Viktor skutlaðist bara yfir grensuna og náði í hann og auðvitað fullt af gosi og bjór í leiðinni þannig að núna erum við sko tilbúin fyrir gestina í sumar..

Pantaði flug heim í sumar.. Komum heim í rúma viku eða frá 15-24.júlí.. Viktor auðvitað að rifna úr kæti.. Var ekki alveg að meika það að við færum ekki heim..

Farin að gera ekki neitt
Hrabba

Comments:
Vá hvað mig hlakkar til að fá ykkur heim. Pant eiga ykkur allan tíman
 
Hmm, þessi grensuferð hefði mátt koma aðeins fyrr;) Glætan Júlli, þú verður bara að fara röð eins og aðrir.......
Orri
 
Jeg nenni ekki ad koma tad eru ein tomir glæpa men tarna i Arhusum
Kvedja David K
 
Já viðurkenni það Orri minn.. Erfitt að fá karlinn með í grensuferð.. Ég er alltaf klár..

Og Davíð minn maðurinn sem var afhausaður það var hjá þér í Köben. Passaðu þig bara á að eiga rettur..

Hlökkum til að koma á klakann til ykkar..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?