fimmtudagur, júní 29, 2006

Vissuð þið þetta?

-Að örvhentir lifa að jafnaði átta árum skemur en rétthentir.. Búið að rannsaka þetta og ég er hætt að öfunda örvhenta sem ég hef gert í mörg ár..

-Að það voru fleir Bandaríkjamenn sem kusu í úrslitum IDOL en í forsetakosningunum.. Þeir eru auðvitað bara snillingar þessir kanar..

Já fróðlegt ekki satt?

Og vá hvað mér finnst nýja gellan hans Donalds Trump fyndin.. Karlinn að fara að giftast einhverri rosa flottri ungri gellu og var hún spurð hvort hún myndi vilja giftast honum ef hann ætti ekki svona mikið af peningum.. Gellan svaraði nú bara ísköld tilbaka: Haldiði að hann myndi vilja giftast mér ef ég væri ekki svona flott? Snilldar svar.. Þessir karlar fá allavega eitthvað fyrir peninginn..

Og svo verð ég nú að segja ykkur það allra besta.. Haldiði að það sé ekki að fara að koma leikmaður í prufu til okkar sem heitir Pressious Osom.. Hvað er það? Foreldrarnir hafa bara ekker verið á trippi..

Hrabban kveður

Comments:
Já það er svo gaman að lesa síðuna þína.

Love
Þvottastjórinn :)
 
Ég er búin að lifa af bílslys, krabbamein og almennan ólifnað...á ég nú að fara drepast út af hinni meðfæddu fötlun minni "örvhendinni"!!!
Best að drífa sig til DK fyrst maður er nú með annan fótinn í gröfinni.
Knús
Matta
 
Já hún er greinilega ekkert vitlaus konan hans Trump - bara spurning um hverju menn eru að leita eftir í samböndum !

En það er eins gott að fara vel með sig svo maður deyji ekki um aldur fram úr örvhentu. :)

Love
Monika
 
Elsku Matta og Monika það er eins gott að þið haldið áfram að lifa lífinu.. Og endilega að drífa sig í heimsókn áður en örvhendinn gengur frá ykkur..
Knús knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?