mánudagur, júlí 24, 2006

Best að byrja á byrjuninni..

Vá hvað ég get verið steikt.. Og það virðast stundum vera engin takmörk fyrir því.. En já ég er á lífi og hef nú aldeilis frá einhverju að segja og þeir sem hafa skemmt sér vel yfir “missa af flugvélum” sögunum mínum þeim verður heldur betur skemmt núna..

Þegar ég skrifaði síðast var ég á leið á Robbie Williams tónleika og ég get nú sagt ykkur það að það gekk nú ekki átakalaust fyrir sig að komast á þessa blessuðu tónleika.. Við fjölskyldan lögðum í hann til Köben og þegar við vorum búin að keyra 100 km datt Viktori í hug að spyrja mig hvort ég væri nú ekki örugglega með tónleikamiðana.... Ummmmmmmmm NEI auðvitað ekki.. Hver tekur með sér miðana á tónleika?? Allavega ekki Hrafnhildur Skúladóttir.. Jæja þá var víst ekkert annað í stöðunni enn að snúa við og sækja helv..... miðana sem tók hátt í 3 auka klukkutíma vegna umferðaröngþveitis.. En við hjónin komumst sem sagt á tónleikana en þar sem við komum frekar mikið seint eða bara rétt áður en kóngurinn mætti á sviðið þá var nú ekkert mikið um bílastæði en Hrabban kom nú auðvitað fljótlega auga á eitt rosa fínt stæði sem Viktor var ekki að samþykkja að leggja í þar sem það var ekki 10m frá gatnamótum.. Nei nú hættir hann hugsaði ég og byrjaði auðvitað að tauta að það væri nú engin að fara að sekta okkur hér og þá sérstaklega þar sem við höfðum orðið vitni af lögreglubíl taka sveig framhjá bíl sem hafði lagt út á miðri götu 5 mín áður.. Eftir ágætis tuð þá gafst hann nú upp og lagði í þetta blessaða stæði... Og það þarf nú ekki að spyrja að því.... auðvitað var komin sektarmiði í guggann þegar við mættum út aftur og að sjálfsögðu sérstaklega tekin fram öll 10m regludraslið og við ekki nema 3.2m frá.. Mjög pirrandi en ég var gjörsamlega að andast úr hlátri yfir heimskunni í sjálfri mér.. Ekki alveg minn dagur og ég held að mér sé bara ekki ætlað að fara á tónleika... Ekki það að tónleikarnir voru frábærir og Robbie auðvitað bara flottastur..

Vitleysan hélt svo áfram á laugardeginum en þá var ferðinni haldið til Svíþjóðar.. Við varla lögð af stað þegar ég fatta að veskið mitt er horfið og það var auðvitað ekki annað hægt en að panika eftir allt sem á undan var gengið.. Ég hringi strax og læt loka vísakortinu í öllu ruglinu.. 5 mínútum síðar fann ég auðvitað veskið mitt og þurfti að bíða til mánudags til að geta opnað kortið aftur.. Greyið Viktor sat bara undir stýri og sagði: “Hvenær hættir þetta”???

Já Hrabban er sem sagt mætt til leiks og lætur þetta duga í bili.. Nú er ég sem sagt mætt til leiks í Århus (eftir mikið rugl.. meira um það síðar) og verð dugleg að skrifa...

Comments:
Hahahaha....u made my day Hrabba!
Þú ert snillingur.
Gott að þú ert komin aftur í Danaveldið ;o)
knús Tinna
 
Híhí þetta er bara eins og sumir dagar hjá mér hehe ég held samt að ég hefði aldrei gleymt miðunum á kallinn. en þvílík þolinmæði sem vikor hefur. :-)
kv. Jóna Margrét
 
Ég vona Viktors vegna að þú hafir haldið þér vakandi í bílnum þessa 3 tíma....heldur ólíklegt reyndar hehe

eibba
 
Ég segi bara OMG Hrafnhildur, hehe...

Kveðja Harpa Mel
 
Já þetta getur maður.. Og JÁ þolinmæði Viktors virðist endalaus.. Skil ekki að hann skuli ekki vera búinn að snappa á mig en svona er maður nú heppinn með makaval..
Og Eibba mín ég svaf ekki neitt þessa 3 aukatíma..
 
Sælar.. Ja tad klikkar sko ekki ad lesa bloggid ykkar mar brosir bara hringinn hehe,

jæja svo er bara ad stefna a heimsokn til ykkar eda ofugt :) hafid tad rosa gott sjaumst fljotlega, kvedja Gudjorg G
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?