föstudagur, júlí 28, 2006

FC Barcelona..

Erum að fara á eftir og sjá Barcelona spila á móti Århus.. Það verður gaman að sjá Eið í nýja búningnum.. Held ég tippi á að Barcelona vinni..

En svo ég vindi mér í framhaldið á sumarfríinu sem byrjaði á tónleikunum þá var það sem sagt Svíþjóð sem beið okkar og tóku Svíarnir bara ágætlega á móti okkur og þá sérstaklega Kalli á þakinu, Lína langsokkur og allir hinir í Astrid Lindgren garðinum.. Frábært að vera þarna með börn og hitta "alvöru" Línu og "alvöru" Kalla.. Við fórum með Davíð og stórfjölskyldu og dvöldum í Svíþjóð tvær nætur áður en haldið var aftur heim á Jótlandið góða en við vorum búin að fá sumarbústað lánaðan 40 mín frá Århus.. Þetta var bara mjög vel heppnað frí og Viktoría auðvitað alsæl með að vera með kærastanum í heila viku.. Þau voru alveg frábær saman allan tímann..

Næsti áfangastaður var svo Íslandið góða sem tók á móti stuttbuxnadrottningunni með roki og rigningu.. Tengdaforeldrar mínir hlógu mikið af Hröbbunni þegar hún mætti út úr tollinum í strandarbúningnum og voru ekkert alveg á því að fara samferða mér út úr Leifsstöð.. Ég held ég hafi verið aðeins of bjartsýn með að ég skyldi taka með mér góða veðrið frá Danmörku... En ekki það að veðrið lagaðist mjög mikið eftir að ég mætti á klakann..

Viktoría var auðvitað í blóma á Íslandi og lét að sjálfsögðu dekra við sig.. Mín var nú samt ekki ánægð þegar hún mætti í Gvendargeislan og það var engin ís í frystinum og ekki einu sinni ostapopp í stóru skúffunni.. Afi Jómmi þurfti nú heldur betur að afsaka þetta og það þarf auðvitað ekki að taka það fram að ís og ostapopp var til frá öðrum degi..
Svo fór hún með afa Skúla og ömmu Dísu í pylsuvagninn og þar átti að bjóða dísinni upp á pullu.. En hún ætlaði líka að fá ís sem að amma hennar sagði að hún gæti fengið þegar hún væri búin að borða pylsuna.. En þá sagðist Dísin bara vilja ís og Svala og það var auðvitað bara látið eftir henni.. Svo þegar þau voru lögð af stað heim þá var Dísin eitthvað farin að sjá eftir því að hafa ekki fengið sér pylsu þannig að hún segir við ömmu sína að henni langi í pylsu.. Afi Skúli segir þá að það gangi nú ekki þar sem hún hafi afþakkað pylsuna og sé búin með ísinn.. Mín ekkert smá sniðug og svarar: "en mamma mín segir að maður eigi alltaf að spara það besta þangað til síðast og mér finnst pulsan best"....... Snillingur.. Málið auðvitað dautt og það þurfti að renna í næsta pylsuvagn til að kaupa pullu handa barninu..

Annars búið að vera líf og fjör i kotinu.. Eiður kom í heimsókn á miðvikudaginn og eyddi með okkur deginum.. Viktoría mjög ánægð með það og er sko aldeilis búin að eignast góðan vin.. Dró hann með sér í Kroket og Buzz og Olsen og horfa á Litlu Hryllingsbúðina.. Og Eiður greyið sem ætlaði að slappa af eftir erfiðar æfingar gat ekki blikkað augunum án þess að Viktoría sagði: Ertu ekki örugglega vakandi???
Kristín, Steini, Telma og Embla komu svo seint á miðvikudagskvöldið og verða hjá okkur þangað til 7.ágúst.. Orri, Begga og Bjarni mæta svo í grill á morgun þannig að félagsveran Hrabba er í góðum málum.. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af mér fyrr en þann 9.ágúst en þá á ég að mæta í flug.. Aldrei að vita hvað gerist þá..

Kveð í bili.
Hrebs

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?