mánudagur, júlí 03, 2006

Geðveikt veður...

Alla helgina og verður alla næstu viku eða alveg þangað til á föstudagskvöld en þá eiga að koma þrumur og eldingar og þá verður Hrabban stödd á Robbie Williams tóneikum í Parken.. Hversu magnað verður það.. Ekki það að mér er alveg sama á meðan ég fæ bara að horfa á Robbie..

En helgin frábær í alla staði.. Fórum til einnar í liðinu í gær sem býr í sumarhúsi við ströndina.. Fórum á ströndina, grilluðum síðan og svo var setið og spilað á gítar og sungið til rúmlega eitt.. Í dag komu Begga og Bjarni til okkar og auðvitað höfð makaskipti.. Karlarnir fóru saman í golf á meðan við unnum í brúnkunni á bekkjunum út í garði.. Grilluðum svo auðvitað og sátum úti til að verða ellefu.. Það er svo mikil snilld að búa í útlöndum þegar veðrið er svona..

Viktoría fer svo í leikskólann á morgun og verður út vikuna og þá verða leikskóladagar hennar taldir.. Svo tekur bara sumarfríið við og svo auðvitað skólinn..

Annars ótrúlega óhress með HM í fótbolta.. Í fyrsta lagi bara ótrúlega leiðinlegur fótbolti og svo tapa bara liðin sem ég held með.. Ótrúlegt hvað engin nennir að spila sókn lengur.. Öll liðin pakka bara í vörn og það er varla að það komi nein færi lengur.. Þetta er orðið svo slæmt að maður fer að hugsa sig um að skipta yfir í Tour de France (það yrði þá mitt síðasta)..

Freknótt Hrabban kveður

Comments:
Ó já þetta er hið ljúfa líf ;o) I love it....
en djö...öfunda ég þig pjallan þín að vera að fara á Robbie..... mig langar svoooooooooooo.....hann er bara lækker lækker ;o)

anyways...góða skemmtun!!
knús Tinna

p.s. á svo ekkert að fara að koma og máta sólina í garðinum á Pomosavej?!?!?!
 
Ég segi nú bara *öööööfund*, ekki bara út af Robbie heldur aðallega út af veðrinu. Ég get svarið það ég veit ekki hvernig þetta endar hérna á KLAKANUM. Ég þyrfti nú bara að skella mér í sólina til þín ;). Hafðu það gott í sólinni freknan mín.

Luv Harpa Mel
 
Já hann er bara flottastur og svo eru bara endalaus Robbie kvöld í sjónvarpinu. Ekkert smá svekkjandi fyrir þá sem fengu ekki miða.. Þurfum svo að fara að hittast þetta gengur ekki..

Harpan mín þú ert sko meira en velkomin í sólina til mín.. Ég er meira að segja með aukabekk kláran fyrir þig út í garði..

Knús knús
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?